Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

  ,   

apríl 22, 2020

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Hráefni

270 g sykur

170 g smjör, mjúkt

2 egg

2 tsk vanilludropar

270 g hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

2 dl AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

30 g sykur

¾ dl kaffi (eða heitt vatn)

30 g kakó

Besta súkkulaði kremið

200 g smjör, mjúkt

100 g Philadelphia rjómaostur

400 g flórsykur

½ dl Cadbury kakó

¾ dl rjómi

¼ dl kaffi frá Te og Kaffi

Leiðbeiningar

1Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir stillingu.

2Hærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós (2-4 mín).

3Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið á milli, skafið með fram skálinni með sleikju til að allt blandist vel saman.

4Blandið saman hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti. Hellið helmingnum af hveiti blöndunni út í eggjablönduna og 1 dl af AB-mjólk, blandið saman og setjið svo restina af hveitinu og AB-mjólkinni út í. Blandið saman.

5Skiptið deiginu í tvennt.

6Setjið kakó, kaffi og 2 msk sykur í eina skál og hrærið saman. Blandið því saman við annað deigið.

7Smyrjið 30×11 cm form (eða álíka stórt), klæðið það með smjörpappír og hellið báðum deigunum ofan í formið, fyrst helminginn af ljósa, svo helminginn af dökka, svo ljósa aftur og seinst dökka.

8Bakið í um það bil 35-40 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn. Leyfið henni að kólna fullkomlega og útbúið kremið á meðan.

9Hrærið smjörið mjög vel eða þar til það er orðið mjög loftmikið og alveg ljóst. Bætið því næst rjómaostinum og flórsykrinum út í hrærið smá saman.

10Bætið því næst út í rjómanum og kaffinu og hrærið þar til kremið er orðið silkimjúkt og létt. Setjið kökuna á kökudisk og smyrjið kreminu á kökuna.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.