Maarud kjúklingur

    

september 6, 2019

Besti djúpsteikti kjúklingurinn með Maarud snakk hjúp.

  • Undirbúningur: 15 mín
  • Eldun: 15 mín
  • 15 mín

    15 mín

    30 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

125 g Maarud salt & pipar snakk

1 poki (700 gr) Rose Poultry kjúklingalundir

2 egg

1 dl mjólk

2 bollar hveiti

Salt og pipar

Heinz Sweet BBQ grillsósa

Wesson olía til djúpsteikingar

Leiðbeiningar

1Hitið olíuna í potti að 180°C.

2Hrærið eggjum og mjólk saman og kryddið með salti og pipar.

3Myljið snakkið og blandið því saman við hveitið.

4Dýfið kjúklingalundunum í eggjablönduna og veltið þeim svo upp úr snakkblöndunni.

5Djúpsteikið kjúklinginn, 3 - 4 bita í einu þar til hann er gylltur og fulleldaður, u.þ.b. 3 - 4 mínútur.

6Berið fram með Heinz Sweet BBQ grillsósu.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.