Maarud kjúklingur

    

september 6, 2019

Besti djúpsteikti kjúklingurinn með Maarud snakk hjúp.

  • Undirbúningur: 15 mín
  • Eldun: 15 mín
  • 15 mín

    15 mín

    30 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

125 g Maarud salt & pipar snakk

1 poki (700 gr) Rose Poultry kjúklingalundir

2 egg

1 dl mjólk

2 bollar hveiti

Salt og pipar

Heinz Sweet BBQ grillsósa

Wesson olía til djúpsteikingar

Leiðbeiningar

1Hitið olíuna í potti að 180°C.

2Hrærið eggjum og mjólk saman og kryddið með salti og pipar.

3Myljið snakkið og blandið því saman við hveitið.

4Dýfið kjúklingalundunum í eggjablönduna og veltið þeim svo upp úr snakkblöndunni.

5Djúpsteikið kjúklinginn, 3 - 4 bita í einu þar til hann er gylltur og fulleldaður, u.þ.b. 3 - 4 mínútur.

6Berið fram með Heinz Sweet BBQ grillsósu.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tælenskur basilkjúklingur

Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi og gott að grípa í hann þegar manni langar í eitthvað gott en hefur ekki mikinn tíma.

Stökkur kjúklingaborgari

Stökkur kjúklingaborgari með hrásalati í hunangs- og sinnepssósu.

Beikonkjúklingur í sinnepsrjómasósu

Einfaldur kjúklingur í bragðmikilli rjómasósu.