MG_8175
MG_8175

Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

  ,   

maí 9, 2019

Ljúffeng hunangs kaka með fíkju rjómaostakremi.

Hráefni

Kaka

115 g smjör

1 ¾ dl sykur

2 egg

3 ½ dl hveiti

1 tsk lyftiduft

½ tsk kanill

½ tsk salt

1 ¼ dl súrmjólk

½ dl hunang

1 tsk vanilludropar

Fíkju rjómaostakrem

100 g smjör

100 g Philadelphia original rjómaostur

300 g flórsykur

Bleika kjötið innan úr 2 ferskum fíkjum

6-8 ferskar fíkjur

Leiðbeiningar

1Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

2Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið á milli.

3Blandað saman þurrefnum í eina skál og blautum hráefnum í aðra skál (súrmjólk, hunang og vanilludropar). Setjið helminginn af þurrefnunum út í eggjablönduna og helminginn af blautu hráefnunum, hrærið varlega saman og klárið svo að blanda öllu saman.

4Smyrjið 23 cm smelluform með smjöri og hellið blöndunni ofan í, bakið í u.þ.b. 35 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.

5Kælið kökuna og gerið kremið tilbúið með því að þeyta saman smjör og rjómaost þar til létt og ljós, bætið því næst flórsykrinum út í og kjötinu innan úr fíkjunum. Þeytið þar til mjög mjúkt og setjið ofan á kökuna frekar þykkt lag af kremi.

6Skerið fíkjurnar í 4 hluta hvora og raðið þeim ofan á kökuna.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.