Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

  ,   

maí 9, 2019

Ljúffeng hunangs kaka með fíkju rjómaostakremi.

Hráefni

Kaka

115 g smjör

1 ¾ dl sykur

2 egg

3 ½ dl hveiti

1 tsk lyftiduft

½ tsk kanill

½ tsk salt

1 ¼ dl súrmjólk

½ dl hunang

1 tsk vanilludropar

Fíkju rjómaostakrem

100 g smjör

100 g Philadelphia original rjómaostur

300 g flórsykur

Bleika kjötið innan úr 2 ferskum fíkjum

6-8 ferskar fíkjur

Leiðbeiningar

1Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

2Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið á milli.

3Blandað saman þurrefnum í eina skál og blautum hráefnum í aðra skál (súrmjólk, hunang og vanilludropar). Setjið helminginn af þurrefnunum út í eggjablönduna og helminginn af blautu hráefnunum, hrærið varlega saman og klárið svo að blanda öllu saman.

4Smyrjið 23 cm smelluform með smjöri og hellið blöndunni ofan í, bakið í u.þ.b. 35 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.

5Kælið kökuna og gerið kremið tilbúið með því að þeyta saman smjör og rjómaost þar til létt og ljós, bætið því næst flórsykrinum út í og kjötinu innan úr fíkjunum. Þeytið þar til mjög mjúkt og setjið ofan á kökuna frekar þykkt lag af kremi.

6Skerið fíkjurnar í 4 hluta hvora og raðið þeim ofan á kökuna.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu

Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir.

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.