Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

  ,   

maí 9, 2019

Ljúffeng hunangs kaka með fíkju rjómaostakremi.

Hráefni

Kaka

115 g smjör

1 ¾ dl sykur

2 egg

3 ½ dl hveiti

1 tsk lyftiduft

½ tsk kanill

½ tsk salt

1 ¼ dl súrmjólk

½ dl hunang

1 tsk vanilludropar

Fíkju rjómaostakrem

100 g smjör

100 g Philadelphia original rjómaostur

300 g flórsykur

Bleika kjötið innan úr 2 ferskum fíkjum

6-8 ferskar fíkjur

Leiðbeiningar

1Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

2Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið á milli.

3Blandað saman þurrefnum í eina skál og blautum hráefnum í aðra skál (súrmjólk, hunang og vanilludropar). Setjið helminginn af þurrefnunum út í eggjablönduna og helminginn af blautu hráefnunum, hrærið varlega saman og klárið svo að blanda öllu saman.

4Smyrjið 23 cm smelluform með smjöri og hellið blöndunni ofan í, bakið í u.þ.b. 35 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.

5Kælið kökuna og gerið kremið tilbúið með því að þeyta saman smjör og rjómaost þar til létt og ljós, bætið því næst flórsykrinum út í og kjötinu innan úr fíkjunum. Þeytið þar til mjög mjúkt og setjið ofan á kökuna frekar þykkt lag af kremi.

6Skerið fíkjurnar í 4 hluta hvora og raðið þeim ofan á kökuna.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tyrkisk Peber marengsrúlla

Geggjuð Tyrkisk Peber marengsrúlla með súkkulaðisósu.

Einfaldir osta-pestó snúðar

Æðislegir snúðar sem allir geta gert og klikkar ekki!

Bananabrauð með höfrum og kanil

Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið.