Lazone kjúklingaréttur

    

janúar 22, 2020

Vel kryddaður kjúklingur í rjóma-smjör sósu.

Hráefni

700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry

3 msk ólífuolía extra virgin oil frá Filippo Berio

4 msk smjör

2 hvítlauksrif

500 ml matreiðslurjómi

salt og pipar

500 g spagettí

Kryddblanda

2 tsk reykt paprikukrydd

1 tsk hvítlauksduft

½ tsk cayenne-pipar

½ tsk oregano

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Blandið saman hráefnunum í kryddblönduna. Setjið kjúklinginn í skál ásamt 1 msk af ólífuolíu og hellið kryddblöndunni saman við. Nuddið kryddinu vel inn í kjúklinginn.

2Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

3Hitið 2 msk af smjöri á pönnu og steikið kjúklingalundirnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru fulleldaðar. Takið kjúklinginn af pönnunni, setjið á disk og álpappír yfir til að halda hita á kjötinu.

4Bætið 2 msk af smjöri út á pönnuna ásamt hvítlauk, steikið í 1 mínútu og hrærið stöðugt á meðan. Hellið rjómanum hægt saman við og hrærið vel. Látið malla í 5 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Saltið og piprið.

5Hellið soðnu spagettí út á pönnuna og veltið því upp úr sósunni. Berið strax fram með kjúklingalundunum.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofureinföld avókadó kjúklingavefja með basilpesto

Þessa vefja er ein af þessum uppskriftum sem eru ekki bara ofboðslega bragðgóðar heldur líka hollar og auðvelt að gera. Þannig uppskriftir elska ég.

Ofureinfaldur kjúklingaréttur með fetaosti og pestó

Þessi kjúklingaréttur sýnir það og sannar að stundum er einfalt langbest!

Kjúklingur með chilí eplum og púrrulauk í hvítvínsrjómasósu

Kjúklingur með chilí, eplum og púrrulauk í hvítvínsrjómasósu.