Lakkrístoppar með hvítu Toblerone

    

desember 10, 2019

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone!

Hráefni

3 eggjahvítur

200 g púðursykur

150 g Hvítt Toblerone súkkulaði

150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl

Leiðbeiningar

1Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita.

2Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.

3Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju.

4Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum.

5Bakið í 15-20 mín.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Meinhollar súkkulaðimuffins

Það er frábært að leyfa börnunum að spreyta sig á þessum kökum.

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

OREO trufflur

OREO konfekt með dökku súkkulaði og Toblerone.