Kryddskúffa með rjómaostakremi

  , ,

október 12, 2020

Þessi kaka er tilbrigði við skúffukökur eins og við þekkjum þær nema hún er með dásamlegu kryddbragði og mýkri og blautari í sér. Þetta dásamlega rjómaosta krem er engu líkt!

Hráefni

2 bollar hveiti

1 bolli rapaduro hrásykur, frá Rapunzel

1 bolli cristallino hrásykur, frá Rapunzel

1/3 bolli kakó, frá Rapunzel

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1 tsk himalaya salt

2 tsk vanilludropar

1/2 tsk negull

1/2 tsk vanilluduft

1 dós Oatly hafra sýrður rjómi

2 tsk eplaedik

1 bolli soðið vatn

RJÓMAOSTAKREM

100g vegan smjör eða smjörlíki

1 dós Oatly smurostur - pamacken

300g flórsykur

1 tsk sítrónusafi eða eplaedik

1 tsk vanilludropar

hnífsoddur himalaya salt

1/4 tsk xanthan gum (má sleppa en kremið verður aðeins stífara og heldur sér betur ef það er með)

Leiðbeiningar

1Blandið saman öllum þurrefnum í stóra skál og hrærið með stórum písk þar til engir kekkir eru.

2Setjið vökvann út í og hrærið þar til deigið er kekkjalaust.

3Setjið bökunarpappír í skúffukökuform eða smyrjið vel og hellið deiginu í formið. Bakið í 35 mín ca, fer eftir ofnum þó en kakan er tilbúin þegar prjóni er stungið í hana og kemur hreinn út.

4Leyfið kökunni að kólna alveg áður en kremið er sett á.

RJÓMAOSTAKREM

1Þeytið smjör/smjörlíki og hafra rjómaostinn vel saman, blandið því næst flórsykri, sítrónusafa, vanilludropum, salti og xanthan gum saman við og þeytið vel þar til kremið er orðið vel samlagað og loftmikið. Smyrjið á kalda kökuna og setjið kökuskraut ef vill.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.