IMG_5916
IMG_5916

Kóreskir kjúklingabitar í sætri chilísósu

    

september 26, 2018

Það er fátt sem toppar kóreskan kjúkling.

  • Fyrir: 4

Hráefni

Kóreskir kjúklingabitar

1.2 kg kjúklingakjöt að eigin vali t.d. kjúklingalundir frá Rose Poultry

2 msk hrísgrjónaedik Rice vinegar frá Blue dragon

2 msk ferskt engifer, fínrifið

1 tsk salt

1/2 tsk pipar

100 g maizena mjöl

olía til steikingar

Sæt chilísósa

3 msk tómatsósa

2 – 2 1/2 msk gochujang (kóreskt chilímauk) eða chilí paste frá Blue dragon

60 ml hunang

50 ml púðursykur

2 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon

2 msk hvítlaukur, pressaður (eða maukaður hvítlaukur frá Blue dragon)

1 msk sesamolía, t.d. frá Blue dragon

Skraut

sesamfræ

vorlaukur, saxaður

Leiðbeiningar

1Setjið kjúklinginn, hrísgrjónaedik, salt og pipar í skál og blandið vel saman.

2Hellið maizena mjölinu á disk og veltið kjúklinginum vel upp úr því, einum bita í einu.

3Hitið steikingarolíu á djúpri pönnu – nægilega mikið af olíu til að hylja kjúklingabitana. Þegar olían er farin að sjóða setjið þá kjúklingabitana varlega í olíuna. Steikið í 3-5 mínútur og varist að steikja of marga bita í einu. Þegar kjúklingurinn er orðinn gylltur á lit takið úr olíunni og þerrið á eldhúspappír.

4Blandið hráefnum fyrir sósuna saman í pott og hitið að suðu. Hrærið vel í sósunni og þegar hún er farin að sjóða takið af pönnunni og hellið yfir kjúklingabitana. Stráið sesamfræjum og vorlauk yfir allt og berið fram strax.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MissionWraps (11) (Large)

Suðræn vefja

Hér á ferðinni eru tvær dúndurgóðar vefjur sem taka mjög skamman tíma að útbúa!

MG_7537

Ofnbakaðar fylltar kjúklingabringur

Klassískar fylltar kjúklingabringur með ítölsku yfirbragði sem enginn verður svikinn af.

nfd

Hvítlauks- og rósmarínkjúklingur

Hvítlauks- og rósmarínkjúklingur sem dansar við bragðlaukana.