fbpx

Kjúklingur með basiliku/klettasalatspestói og mozzarella

Virkilega góður kjúklingaréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
 salt og pipar
 200 ml (hálf krukka) pastasósa frá Hunt’s með hvítlauk og kryddjurtum – garlic & herbs (kemur í 396 ml glerkrukkum)
 1 mozzarellaostur (kúlan í bláu pokunum, 125 g)
Pestó
 50 g klettasalat
 1 box fersk basilika (30 g)
 1 dl graskersfræ (líka hægt að nota furuhnetur eða kasjúhnetur)
 2 hvítlauksrif
 1 – 1½ dl ólífuolía
 2 dl parmesan ostur, rifinn
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Ofn hitaður í 200 gráður og pestóið búið til: Basilikan (allra grófustu stönglarnir ekki notaðir), klettasalat og hvítlaukur er saxað gróft. Graskersfræin eru þurrristuð á pönnu. Öllu blandað saman í skál ásamt parmesan ostinum og mixað í blender eða með töfrasprota. Ólífuolíunni blandað út í mjórri bunu þar til pestóið er orðið hæfilega þykkt. Smakkað til með salti og pipar.

2

Kjúklingurinn er kryddaður með salti og pipar og lagður í eldfast mót. Því næst er pestóinu dreift jafnt yfir kjúklinginn og þá pastasósunni. Mozzarellaosturinn er skorinn í þunnar sneiðar og þær lagðar yfir pastasósuna. Bakað í ofni í ca. 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með góðu salati, gjarnan klettasalati og kokteiltómötum og góðu brauði. Ég bar líka fram með réttinum ofnbakaðar kartöflur og sætkartöflur með ítalskri kryddblöndu og giska á að pasta færi líka vel með réttinum.

DeilaTístaVista

Hráefni

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
 salt og pipar
 200 ml (hálf krukka) pastasósa frá Hunt’s með hvítlauk og kryddjurtum – garlic & herbs (kemur í 396 ml glerkrukkum)
 1 mozzarellaostur (kúlan í bláu pokunum, 125 g)
Pestó
 50 g klettasalat
 1 box fersk basilika (30 g)
 1 dl graskersfræ (líka hægt að nota furuhnetur eða kasjúhnetur)
 2 hvítlauksrif
 1 – 1½ dl ólífuolía
 2 dl parmesan ostur, rifinn
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Ofn hitaður í 200 gráður og pestóið búið til: Basilikan (allra grófustu stönglarnir ekki notaðir), klettasalat og hvítlaukur er saxað gróft. Graskersfræin eru þurrristuð á pönnu. Öllu blandað saman í skál ásamt parmesan ostinum og mixað í blender eða með töfrasprota. Ólífuolíunni blandað út í mjórri bunu þar til pestóið er orðið hæfilega þykkt. Smakkað til með salti og pipar.

2

Kjúklingurinn er kryddaður með salti og pipar og lagður í eldfast mót. Því næst er pestóinu dreift jafnt yfir kjúklinginn og þá pastasósunni. Mozzarellaosturinn er skorinn í þunnar sneiðar og þær lagðar yfir pastasósuna. Bakað í ofni í ca. 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með góðu salati, gjarnan klettasalati og kokteiltómötum og góðu brauði. Ég bar líka fram með réttinum ofnbakaðar kartöflur og sætkartöflur með ítalskri kryddblöndu og giska á að pasta færi líka vel með réttinum.

Kjúklingur með basiliku/klettasalatspestói og mozzarella

Aðrar spennandi uppskriftir