fbpx

Kjúklingur með basiliku/klettasalatspestói og mozzarella

Virkilega góður kjúklingaréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
 salt og pipar
 200 ml (hálf krukka) pastasósa frá Hunt’s með hvítlauk og kryddjurtum – garlic & herbs (kemur í 396 ml glerkrukkum)
 1 mozzarellaostur (kúlan í bláu pokunum, 125 g)
Pestó
 50 g klettasalat
 1 box fersk basilika (30 g)
 1 dl graskersfræ (líka hægt að nota furuhnetur eða kasjúhnetur)
 2 hvítlauksrif
 1 – 1½ dl ólífuolía
 2 dl parmesan ostur, rifinn
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Ofn hitaður í 200 gráður og pestóið búið til: Basilikan (allra grófustu stönglarnir ekki notaðir), klettasalat og hvítlaukur er saxað gróft. Graskersfræin eru þurrristuð á pönnu. Öllu blandað saman í skál ásamt parmesan ostinum og mixað í blender eða með töfrasprota. Ólífuolíunni blandað út í mjórri bunu þar til pestóið er orðið hæfilega þykkt. Smakkað til með salti og pipar.

2

Kjúklingurinn er kryddaður með salti og pipar og lagður í eldfast mót. Því næst er pestóinu dreift jafnt yfir kjúklinginn og þá pastasósunni. Mozzarellaosturinn er skorinn í þunnar sneiðar og þær lagðar yfir pastasósuna. Bakað í ofni í ca. 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með góðu salati, gjarnan klettasalati og kokteiltómötum og góðu brauði. Ég bar líka fram með réttinum ofnbakaðar kartöflur og sætkartöflur með ítalskri kryddblöndu og giska á að pasta færi líka vel með réttinum.

DeilaTístaVista

Hráefni

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
 salt og pipar
 200 ml (hálf krukka) pastasósa frá Hunt’s með hvítlauk og kryddjurtum – garlic & herbs (kemur í 396 ml glerkrukkum)
 1 mozzarellaostur (kúlan í bláu pokunum, 125 g)
Pestó
 50 g klettasalat
 1 box fersk basilika (30 g)
 1 dl graskersfræ (líka hægt að nota furuhnetur eða kasjúhnetur)
 2 hvítlauksrif
 1 – 1½ dl ólífuolía
 2 dl parmesan ostur, rifinn
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Ofn hitaður í 200 gráður og pestóið búið til: Basilikan (allra grófustu stönglarnir ekki notaðir), klettasalat og hvítlaukur er saxað gróft. Graskersfræin eru þurrristuð á pönnu. Öllu blandað saman í skál ásamt parmesan ostinum og mixað í blender eða með töfrasprota. Ólífuolíunni blandað út í mjórri bunu þar til pestóið er orðið hæfilega þykkt. Smakkað til með salti og pipar.

2

Kjúklingurinn er kryddaður með salti og pipar og lagður í eldfast mót. Því næst er pestóinu dreift jafnt yfir kjúklinginn og þá pastasósunni. Mozzarellaosturinn er skorinn í þunnar sneiðar og þær lagðar yfir pastasósuna. Bakað í ofni í ca. 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með góðu salati, gjarnan klettasalati og kokteiltómötum og góðu brauði. Ég bar líka fram með réttinum ofnbakaðar kartöflur og sætkartöflur með ítalskri kryddblöndu og giska á að pasta færi líka vel með réttinum.

Kjúklingur með basiliku/klettasalatspestói og mozzarella

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…