fbpx

Kjúklinga enchiladas með avókadó-rjómasósu

Kjörinn réttur þegar mann langar í eitthvað gott en vill eða getur ekki eytt heilum degi í að undirbúa með allt eldhúsið undirlagt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 eldaður kjúklingur, rifinn
 1 paprika, skorin í teninga
 1 rauðlaukur, saxaður
 3-5 sneiðar jalapenos, fræhreinsaðar og skornar niður
 300 g mozzarellaostur, rifinn
 8 tortillur frá Mission
 1 búnt vorlaukur, saxað
Avacadorjómasósa
 500 ml rjómi
 240 ml vatn
 1 msk kjúklingakraftur frá Oscar
 2 – 3 avókadó
 1 búnt kóríander
 1 tsk cumin
 1 tsk hvítlaukssalt
 safi úr 1 sítrónu

Leiðbeiningar

1

Látið öll hráefnin fyrir sósuna saman í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar. Geymið.

2

Blandið saman kjúklingi, jalapenos, lauk og papriku. Bætið helmingnum af avókadósósunni saman við og blandið vel saman. Penslið ofnfast mót með olíu og dreifið smá af sósunni í botninn. Skiptið kjúklingafyllingunni niður á tortillurnar, stráið osti yfir, rúllið þeim upp og leggið í ofnfasta mótið. Hellið afganginum af avókadósósunni yfir tortillurnar og stráið osti yfir þær.

3

Leggið álpappír yfir mótið og setjið inn í 200° heitan ofn í 20 mínútur. Takið álpappírinn af og leyfið að eldast í 10 mínútur til viðbótar. Stráið vorlauki yfir allt og berið fram með sýrðum rjóma.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 eldaður kjúklingur, rifinn
 1 paprika, skorin í teninga
 1 rauðlaukur, saxaður
 3-5 sneiðar jalapenos, fræhreinsaðar og skornar niður
 300 g mozzarellaostur, rifinn
 8 tortillur frá Mission
 1 búnt vorlaukur, saxað
Avacadorjómasósa
 500 ml rjómi
 240 ml vatn
 1 msk kjúklingakraftur frá Oscar
 2 – 3 avókadó
 1 búnt kóríander
 1 tsk cumin
 1 tsk hvítlaukssalt
 safi úr 1 sítrónu

Leiðbeiningar

1

Látið öll hráefnin fyrir sósuna saman í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar. Geymið.

2

Blandið saman kjúklingi, jalapenos, lauk og papriku. Bætið helmingnum af avókadósósunni saman við og blandið vel saman. Penslið ofnfast mót með olíu og dreifið smá af sósunni í botninn. Skiptið kjúklingafyllingunni niður á tortillurnar, stráið osti yfir, rúllið þeim upp og leggið í ofnfasta mótið. Hellið afganginum af avókadósósunni yfir tortillurnar og stráið osti yfir þær.

3

Leggið álpappír yfir mótið og setjið inn í 200° heitan ofn í 20 mínútur. Takið álpappírinn af og leyfið að eldast í 10 mínútur til viðbótar. Stráið vorlauki yfir allt og berið fram með sýrðum rjóma.

Kjúklinga enchiladas með avókadó-rjómasósu