Kjúklinga enchiladas með avókadó-rjómasósu

  

mars 3, 2020

Kjörinn réttur þegar mann langar í eitthvað gott en vill eða getur ekki eytt heilum degi í að undirbúa með allt eldhúsið undirlagt.

Hráefni

1 eldaður kjúklingur, rifinn

1 paprika, skorin í teninga

1 rauðlaukur, saxaður

3-5 sneiðar jalapenos, fræhreinsaðar og skornar niður

300 g mozzarellaostur, rifinn

8 tortillur frá Mission

1 búnt vorlaukur, saxað

Avacadorjómasósa

500 ml rjómi

240 ml vatn

1 msk kjúklingakraftur frá Oscar

2 – 3 avókadó

1 búnt kóríander

1 tsk cumin

1 tsk hvítlaukssalt

safi úr 1 sítrónu

Leiðbeiningar

1Látið öll hráefnin fyrir sósuna saman í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar. Geymið.

2Blandið saman kjúklingi, jalapenos, lauk og papriku. Bætið helmingnum af avókadósósunni saman við og blandið vel saman. Penslið ofnfast mót með olíu og dreifið smá af sósunni í botninn. Skiptið kjúklingafyllingunni niður á tortillurnar, stráið osti yfir, rúllið þeim upp og leggið í ofnfasta mótið. Hellið afganginum af avókadósósunni yfir tortillurnar og stráið osti yfir þær.

3Leggið álpappír yfir mótið og setjið inn í 200° heitan ofn í 20 mínútur. Takið álpappírinn af og leyfið að eldast í 10 mínútur til viðbótar. Stráið vorlauki yfir allt og berið fram með sýrðum rjóma.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingavefjur með Tuc og rauðkálshrásalati

Vefja með krönsí kjúkling og rauðkáli.

Lífrænt ræktað granóla með kókos og möndlusmjöri

Einfalt granóla sem er lífrænt og vegan.

Grillaðar vefjur með falafel og tyrkneskri shawarma sósu

Það sem ég er spennt fyrir þessum rétti! Ótrúlega einfalt, ferskt og gott.