Kjötbollur í kókoskarrýsósu

    

nóvember 12, 2015

Dásamlegar kjötbollur í kókoskarrýsósu.

Hráefni

3 egg

130 g haframjöl

60 ml mjólk

900 g nautahakk

1 msk rifið engifer, t.d. minched ginger í krukku frá Blue Dragon

1 msk rautt karrýmauk, t.d. red curry paste frá Blue Dragon (má nota grænt – sterkara)

2 msk fiskisósa, t.d. fishsauce frá Blue dragon

1 tsk sykur

20 g kóríander, saxað

1 1/2 tsk salt

2 hvítlauksrif, pressuð

3 vorlaukar, saxaðir smátt

2 msk olía til steikingar, meira eftir þörfum

Kókoskarrýsósa

2 (400 g) dósir kókosmjólk, t.d. coconut milk frá Blue dragon

3 msk rautt karrýmauk

safi úr 1/2 – 1 lime

Leiðbeiningar

1Blandið saman eggjum, haframjöli og mjólk og leyfið því að standa í um 5 mínútur. Bætið þá nautahakki, engifer, karrýmauki, fiskisósu, sykri, kóríander, salti, hvítlauk og vorlauk úti og blandið þessu öllu mjög vel saman með höndunum. Mótið síðan kjötbollurnar.

2Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötbollurnar lítillega eða í um 1-2 mínútur á hvorri hlið og bætið við olíu eftir þörfum. Takið þær síðan af pönnunni og geymið.

3Gerið sósuna með því að hella kókosmjólk og karrýmauki út á pönnuna og skrapa upp það kjöt sem festist á botninn á pönnunni og blanda saman við. Látið því næst kjötbollurnar aftur út á pönnuna og leyfið að malla í um 8 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru fulleldaðar. Bætið þá lime safanum út í (byrjið á hálfri og bætið síðan við meiri eftir smekk). Saltið og piprið að eigin smekk og berið fram með hrísgrjónum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

CajP mareneruð grísalund með ananas salsa

Einfaldur og sumarlegur grillréttur með CajP Smokey Hickory

Nautakjöt í teriyaki og ostrusósu

Það er alveg ótrúlega auðvelt að græja sér góðan asískan mat heima.

Kvöldverðaskál með nautahakki, vorlauk og chilí

Framandi hakkréttur með chilí.