Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu

    

janúar 26, 2016

Fljótlegt og bragðgott nautakjöt í appelsínusósu.

Hráefni

700 g nautakjöt

2 tsk fínrifinn appelsínubörkur

120 ml appelsínusafi

50 g púðusykur

2 msk hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon

2 msk soyasósa, t.d. Soy sauce frá Blue dragon

2 tsk chilí og hvítlaukssósa, Sweet chilí and garlic stir fry sauce frá Blue dragon

2 tsk rifið engifer

2 tsk sterkja (t.d. hveiti)

4 tsk olía til steikingar

2-3 vorlaukar, smátt skornir

Leiðbeiningar

1Skerið kjötið í þunnar sneiðar, þerrið með eldhúspappír. Setjið til hliðar og geymið.

2Gerið sósuna með því að hræra saman appelsínubörk, appelsínusafa, sykur, hrísgrjónaedik, soyasósu, chilí-hvítlaukssósu, engifer og sterkju í skál. Takið til hliðar og geymið.

3Hitið 2 tsk olíu á pönnu við meðalhita. Setjið helminginn af kjötinu á pönnuna og brúnið á í um eina mínútu á hvorri hlið. Takið af pönnunni og látið í skál. Setjið nú afganginn af olíunni á pönnu og steikið afganginn af kjötinu. Takið af pönnunni og setjið í skál og geymið.

4Setjið appelsínublönduna á pönnuna við meðalhita. Hrærið í blöndunni þar til hún hefur þykknað eða í 2-3 mínútur. Bætið þá steikinni saman við og hrærið í blöndunni. Bætið vorlauk saman við og berið fram með hrísgrjónum. Fyrir þá sem vilja láta þetta rífa aðeins í geta bætt niðurskornu chilí saman við.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

BBQ vefjur með rifnu svínakjöti

BBQ svínakjöt í vegju þar sem svínakjötið er hægeldað upp úr bjór sem gerir það að verkum að það verður einstaklega safaríkt og mjúkt.

Krakkapasta með kolkrabba pylsum

Þessi uppskrift er afar einföld og auðvelt að skella í, svo bara elska krakkarnir hana. Í hana þarf heldur ekki óteljandi hráefni, svo ég mæli með að þið prufið hvort sem er hversdags eða í krakkapartý sem dæmi.

Heimsins besta Wok með nautakjöti og núðlum

Fljótlegur Wok réttur sem klikkar ekki