Karrý-kókosrækjur með heilhveitinúðlum

    

mars 9, 2016

Virkilega góðar og spicy karrý-kókósrækjur.

Hráefni

800 gr tígrisrækjur (Sælkerafiskur)

2 msk ólífuolía (Filippo Berio)

salt og pipar

½ stk sæt kartafla

100 gr snjóbaunir

½ stk blómkál

2 hvítlauksrif

2 msk smjör

100 gr spínat

400 ml kókosmjólk (Blue Dragon)

4 msk rautt karrý paste (fer eftir hversu sterkt þið viljið) (Blue Dragon)

1 msk sykur

1 msk grænmetiskraftur fond fljótandi (Oscar)

2 msk sítrónusafi

Leiðbeiningar

1Skerið sætakartöflu, snjóbaunir og blómkál smátt og steikið á pönnu uppúr smjöri og pressuðum hvítalauk.

2Steikið í um 10 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar, bætið spínatinu útá í lokinn.

3Sjóðið kókosmjólk, karrýpaste, sykur og grænmetiskraft í um 20 mínútur, smakkið til með sítrónusafa.

4Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið tígrisrækjurnar í 2 mín á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar.

5Bætið kókoskarrý sósunni út á ásamt grænmetinu.

6Berið fram með hveilhveiti núðlum frá Blue Dragon.

7

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Partýréttur á grillið

Þetta er skemmtileg blanda af hráefnum og almáttugur hvað þetta fór allt vel saman!

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!

Fiskitacos með limesósu

Tacos fyllt með þorskhnakka, Philadelphia rjómaosti, hvítkáli, rauðkáli, tómat-og avókadó salsa ásamt dásamlegri limesósu.