Karrí og Kókos grísapanna með villihrísgrjónablöndu

  

september 20, 2019

Fljótlegt og bragðgott en samt einfalt.

  • Undirbúningur: 15 mín
  • Eldun: 45 mín
  • 15 mín

    45 mín

    1 klst

  • Fyrir: 4

Hráefni

Kókosolía frá Rapunzel

700 g grísasnitsel skorið í langa bita

1/2 rauðlaukur

1/2 geiralaus hvítlaukur

1/2 rauð paprika

4 cm bútur blaðlaukur

1 stór gulrót skorin í litla bita

3 stórir sveppir í sneiðum

1 dós kókosmjólk frá Rapunzel

1 tsk karrý

1 tsk túrmerik

1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel

salt og pipar eftir smekk

250 g Villihrísgrjónablanda frá Rapunzel

625 ml vatn

salt

Leiðbeiningar

1Gott er að bera réttinn fram með smá vorlauk eða jafnvel ferskum kóríander.

2Setjið hrísgrjón í pott ásamt vatni og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá hitann niður (ég sýð þau á svona 5 af 14 á mínu helluborði). Sjóðið í 45 mín eða þar til þau eru tilbúin.

3Saxið grænmeti og setjið í skál

4Skerið grísakjötið í strimla og setjið til hliðar

5Hitið kókosolíu á pönnu og steikið kjötið þar til það er orðið gyllt, takið þá af pönnunni á meðan þið steikið grænmetið

6Kryddið grænmetið með karrí, túrmerik, salti, pipar og grænmetiskrafti og bætið kjöti saman við

7Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og látið malla í ca. 15 - 20 mín.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kóreskt bbq nautakjöt

Einfaldur réttur sem klikkar ekki.

Grillað nauta T-Bone í Caj P

Hin fullkomna sælkerasteik með heimalöguðu kryddsmjöri.

Andasalat með Tuc kexi

Sælkerasalat með rifinni önd og saltkexi.