IMG_3316-1
IMG_3316-1

Jóladessert með kanilkexbotni og karamellu

  ,   

janúar 8, 2019

Einfaldur jóladessert með grískri jógúrt, kanilkexbotni og karamellu.

  • Fyrir: 6-8

Hráefni

Botn

1 1/2 pakki LU kex með kanilbragði

150 g smjör, brætt

Fylling

1 stór dós (500 g) Grísk jógúrt með ferskjum og ástaraldin

250 ml rjómi

1 msk vanillusykur

1 lítil dós (200 g) skyr með vanillubragði

Karamellusósa

3 dl rjómi

3 msk síróp frá Rapunzel

150 gr púðursykur

1 tsk vanilludropar

40 g smjör

Leiðbeiningar

1Myljið kexið.

2Bræðið smjörið og blandið saman við mulið kexið. Setjið í form og látið í kæli á meðan þið gerið fyllinguna.

3Þeytið rjómann og bætið grískri jógúrt, skyri og vanillusykri saman við. Setjið á kexbotninn og látið aftur í kæli.

4Látið öll hráefni fyrir karamellusósuna í pott og látið malla í 15 mínútur eða þar til blandan er farin að þykkna. Kælið áður en kremið er set á.

5Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.