fbpx

Jarðaberja “kokteill“

Ljúffeng ostakaka í litlum glösum með mjúkri vanillublöndu, LU kexi, jarðaberjum og jarðaberjagljáa.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn og kaka
 ¾ pk LU Digestive kex
 40gr smjör
 500 ml þeyttur rjómi
 300gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 1,5 dl flórsykur
 2 tsk vanillusykur
Gljái og skraut
 2,5 dl jarðaber (maukuð í blandara)
 2,5 dl sykur
 3 msk Maizenamjöl
 2 dl vatn
 Rauður matarlitur (ef óskað er eftir sterkari rauðum lit)
 Fersk Driscoll‘s jarðaber til skrauts

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að útbúa gljáann. Setjið maukuð jarðaberin, sykur, Maizenamjöl og vatn í pott. Hitið að suðu og lækkið þá hitann niður í meðalhita. Sjóðið í um 5-8 mínútur þar til blandan þykknar og hrærið í allan tímann. Kælið á meðan botn og kaka er útbúið.

2

Myljið kexið í matvinnsluvél/blandara.

3

Bræðið smjörið og blandið saman við kexið og setjið til hliðar.

4

Þeytið rjómann upp í topp og geymið.

5

Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur þar til létt.

6

Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna með sleif.

Samsetning
7

Setjið góða matskeið af kexmylsnu í botninn á hverju glasi og ýtið aðeins upp kantana.

8

Skiptið rjómaostablöndunni milli glasanna úr sprautupoka, gott er að jafna úr blöndunni með lítilli skeið svo hún verði þétt og falleg í glasinu.

9

Skerið fersk jarðaber niður og setjið vænan skammt ofan á hverja köku.

10

Setjið að lokum 1-2 msk af jarðaberjagláa yfir berin og leyfið að leka niður á kökuna.

11

Kælið þar til bera á fram, amk 1 klst.

12

Athugið að hægt er að útbúa allt kvöldinu áður en þá geyma að setja berin og gljáann á kökuna. Muna bara að plasta glasið/skálina áður en ostakökunni er stungið í kælinn til að geyma.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn og kaka
 ¾ pk LU Digestive kex
 40gr smjör
 500 ml þeyttur rjómi
 300gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 1,5 dl flórsykur
 2 tsk vanillusykur
Gljái og skraut
 2,5 dl jarðaber (maukuð í blandara)
 2,5 dl sykur
 3 msk Maizenamjöl
 2 dl vatn
 Rauður matarlitur (ef óskað er eftir sterkari rauðum lit)
 Fersk Driscoll‘s jarðaber til skrauts

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að útbúa gljáann. Setjið maukuð jarðaberin, sykur, Maizenamjöl og vatn í pott. Hitið að suðu og lækkið þá hitann niður í meðalhita. Sjóðið í um 5-8 mínútur þar til blandan þykknar og hrærið í allan tímann. Kælið á meðan botn og kaka er útbúið.

2

Myljið kexið í matvinnsluvél/blandara.

3

Bræðið smjörið og blandið saman við kexið og setjið til hliðar.

4

Þeytið rjómann upp í topp og geymið.

5

Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur þar til létt.

6

Blandið þeytta rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna með sleif.

Samsetning
7

Setjið góða matskeið af kexmylsnu í botninn á hverju glasi og ýtið aðeins upp kantana.

8

Skiptið rjómaostablöndunni milli glasanna úr sprautupoka, gott er að jafna úr blöndunni með lítilli skeið svo hún verði þétt og falleg í glasinu.

9

Skerið fersk jarðaber niður og setjið vænan skammt ofan á hverja köku.

10

Setjið að lokum 1-2 msk af jarðaberjagláa yfir berin og leyfið að leka niður á kökuna.

11

Kælið þar til bera á fram, amk 1 klst.

12

Athugið að hægt er að útbúa allt kvöldinu áður en þá geyma að setja berin og gljáann á kökuna. Muna bara að plasta glasið/skálina áður en ostakökunni er stungið í kælinn til að geyma.

Jarðaberja “kokteill“

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…