Hvít Tobleronemús með jarðarberjum og lime

  

júlí 27, 2020

Sumarleg súkkulaðimús með lime og jarðarberjum.

Hráefni

2 dl rjómi

150 g hvítt Toblerone

1 egg

250 g fersk jarðarber

2 msk hlynsíróp

1 lime

Leiðbeiningar

1Þeytið rjómann.

2Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Kælið lítillega.

3Setjið egg í skál og hellið súkkulaðinu saman við. Þeytið saman.

4Bætið rjómanum varlega saman með sleif.

5Setjið í skálar og látið í kæli í 4 klst eða lengur.

6Skerið jarðaberin niður og látið í skál. Bætið sírópinu saman við.

7Fínrífið börkinn af límónunni og setjið saman við. Kreystið safann úr límónunni. Blandið saman. Geymið í kæli í 4 klst svo jarðaberin taki í sig límónubragðið.

8Takið skálarnar úr kæli og setjið jarðaberin yfir og safann með.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Epla & bláberja crumble með kókos súkkulaði

Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara.

Litlar Toblerone Pavlovur

Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone.