Hvít Tobleronemús með jarðarberjum og lime

  

júlí 27, 2020

Sumarleg súkkulaðimús með lime og jarðarberjum.

Hráefni

2 dl rjómi

150 g hvítt Toblerone

1 egg

250 g fersk jarðarber

2 msk hlynsíróp

1 lime

Leiðbeiningar

1Þeytið rjómann.

2Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Kælið lítillega.

3Setjið egg í skál og hellið súkkulaðinu saman við. Þeytið saman.

4Bætið rjómanum varlega saman með sleif.

5Setjið í skálar og látið í kæli í 4 klst eða lengur.

6Skerið jarðaberin niður og látið í skál. Bætið sírópinu saman við.

7Fínrífið börkinn af límónunni og setjið saman við. Kreystið safann úr límónunni. Blandið saman. Geymið í kæli í 4 klst svo jarðaberin taki í sig límónubragðið.

8Takið skálarnar úr kæli og setjið jarðaberin yfir og safann með.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Dirt Cup mjólkurhristingur

Þetta er í raun lúxus útgáfa af Oreo sjeik ef svo mætti að orði komast svo ef þið elskið Oreo….þá munið þið elska þennan drykk!

Dumle karamellupopp

Gómsætt karamellupopp sem tekur enga stund að gera!