fbpx

Hráterta með púffuðu kínóa og kókossúkkulaðihjúp

Vegan og lífræn hrákaka.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn:
 1 bolli blandaðar hnetur frá Rapunzel
 1 1/2 bolli fínt haframjöl frá Rapunzel
 1 msk kakó frá Rapunzel
 4 msk hlynsíróp frá Rapunzel
 3 msk kókosolía frá Rapunzel
 15 steinlausar döðlur frá Rapunzel
Karamella:
 1 bolli hlynsíróp frá Rapunzel
 1 bolli þykki hlutinn af kókosmjólk Rapunzel, dósin látin í kæli og þykki hlutinn tekinn af
 1/3 - 1/3 bolli möndlu, kókos og döðlusmjör frá Rapunzel
 1/4 tsk Bourbon vanillukorn frá Rapunzel
 1/4 tsk sjávarsalt, jafnvel aðeins meira
Púffað kínóa lag:
 1/3 bolli möndlu, kókos og döðlusmjör frá Rapunel
 1/2 bolli hlynsíróp frá Rapunzel
 1/4 tsk vanillukorn frá Rapunzel
 75 - 100g púffað kínóa frá Rapunzel
Súkkulaðihjúpur
 100g Rice choco súkkulaði frá Rapunzel
 40g 70% súkkulaði frá Rapunzel
 1 msk kókosolía frá Rapunzel

Leiðbeiningar

Botn:
1

Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og vinnið þar til gott deig myndast. Setjið bökunarpappír í ferkantað mót eða kringlótt ef þið eigið ekki passlega stærð. Þjappið deiginu í formið og setjið í kæli eða frysti á meðan þið græjið rest.

Karamella:
2

Setjið öll innihaldsefni í pott og hleypið upp suðu, leyfið blöndunni að malla við suðu og sjóðið niður þar til karamellan fer að þykkjast vel.

Kínóa púff lag:
3

Blandið öllu saman í skál nema kínóa púffi. Setjið kínóað í skál og hellið blöndunni yfir og hrærið vel saman.

-Súkkulaðihjúpur:
4

Brjótið súkkulaði í bita, setjið kókosolíu saman við og bræðið saman yfir vatnsbaði eða í örbylgju.

5

Takið botninn úr ísskápnum, dreifið vel af karamellunni yfir botninn. Setjið það magn af kínóablöndunni sem þið teljið passlegt yfir, ég hafði lagið aðeins of þykkt og myndi hafa það aðeins þynnra næst.

Samsetning:
6

Setjið aftur karamellu yfir kínóað og toppið með öðru lagi af kínóablöndu. Setjið aðeins meiri karamellu yfir allt og smyrjið bræddu súkkulaðinu yfir allt. Setjið inn í kæli og kæli í að minnsta kosti 2 - 3 klst.

7

Setjið rest af karamellusósunni yfir kökuna - þetta er ríflegt magn af karamellusósu en það gerir ekkert til, hún er góð á allt og klárast fljótt.


Uppskrift eftir Völlu á grgs.is en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn:
 1 bolli blandaðar hnetur frá Rapunzel
 1 1/2 bolli fínt haframjöl frá Rapunzel
 1 msk kakó frá Rapunzel
 4 msk hlynsíróp frá Rapunzel
 3 msk kókosolía frá Rapunzel
 15 steinlausar döðlur frá Rapunzel
Karamella:
 1 bolli hlynsíróp frá Rapunzel
 1 bolli þykki hlutinn af kókosmjólk Rapunzel, dósin látin í kæli og þykki hlutinn tekinn af
 1/3 - 1/3 bolli möndlu, kókos og döðlusmjör frá Rapunzel
 1/4 tsk Bourbon vanillukorn frá Rapunzel
 1/4 tsk sjávarsalt, jafnvel aðeins meira
Púffað kínóa lag:
 1/3 bolli möndlu, kókos og döðlusmjör frá Rapunel
 1/2 bolli hlynsíróp frá Rapunzel
 1/4 tsk vanillukorn frá Rapunzel
 75 - 100g púffað kínóa frá Rapunzel
Súkkulaðihjúpur
 100g Rice choco súkkulaði frá Rapunzel
 40g 70% súkkulaði frá Rapunzel
 1 msk kókosolía frá Rapunzel

Leiðbeiningar

Botn:
1

Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og vinnið þar til gott deig myndast. Setjið bökunarpappír í ferkantað mót eða kringlótt ef þið eigið ekki passlega stærð. Þjappið deiginu í formið og setjið í kæli eða frysti á meðan þið græjið rest.

Karamella:
2

Setjið öll innihaldsefni í pott og hleypið upp suðu, leyfið blöndunni að malla við suðu og sjóðið niður þar til karamellan fer að þykkjast vel.

Kínóa púff lag:
3

Blandið öllu saman í skál nema kínóa púffi. Setjið kínóað í skál og hellið blöndunni yfir og hrærið vel saman.

-Súkkulaðihjúpur:
4

Brjótið súkkulaði í bita, setjið kókosolíu saman við og bræðið saman yfir vatnsbaði eða í örbylgju.

5

Takið botninn úr ísskápnum, dreifið vel af karamellunni yfir botninn. Setjið það magn af kínóablöndunni sem þið teljið passlegt yfir, ég hafði lagið aðeins of þykkt og myndi hafa það aðeins þynnra næst.

Samsetning:
6

Setjið aftur karamellu yfir kínóað og toppið með öðru lagi af kínóablöndu. Setjið aðeins meiri karamellu yfir allt og smyrjið bræddu súkkulaðinu yfir allt. Setjið inn í kæli og kæli í að minnsta kosti 2 - 3 klst.

7

Setjið rest af karamellusósunni yfir kökuna - þetta er ríflegt magn af karamellusósu en það gerir ekkert til, hún er góð á allt og klárast fljótt.

Hráterta með púffuðu kínóa og kókossúkkulaðihjúp

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…