fbpx

Hnetusmjörsostakaka með Oreobotni

OREO ostakaka með hnetusmjöri.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 g hnetusmjör
 400 g rjómaostur frá Philadelphia
 1 lítill peli rjómi
 hálfur bolli sykur
 1 1/2 kassi OREO (6 pokar með 4 kexkökum í)
 50 g smjör
 3 pakkar Reese's cups, sem gera 9 stk

Leiðbeiningar

1

Smjörið er brætt

2

Oreoið er mulið í matvinnsluvél/blandara og blandað saman við smjörið.

3

Oreo-blandan er sett í botninn á forminu (ég nota smelluform svo það sé auðvelada að taka kökuna úr).

4

Sett í kæli í um 10 mín.

5

Rjóminn þeyttur og settur í skál.

6

Þar næst er hnetusmjör, rjómaostur og sykur þeytt saman í 1-2 mín.

7

Rjómanum og einum pakka af brytjuðum Reese's cups er svo blandað rólega saman við með sleif.

8

Blandan er sett yfir Oreo-botninn og inn í ísskáp í nokkra tíma, kakan er þó best ef hún er útbúin kvöldið áður en hún er borin fram.

9

Kakan skreytt með restinni af Reese’s peanut butter cups.

10

Ég bræddi einnig smjör og kakó og skreytti með.


Heiðurinn af þessari uppskrift á Gígja Sigríður Guðjónsdóttir matgæðingur. Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 g hnetusmjör
 400 g rjómaostur frá Philadelphia
 1 lítill peli rjómi
 hálfur bolli sykur
 1 1/2 kassi OREO (6 pokar með 4 kexkökum í)
 50 g smjör
 3 pakkar Reese's cups, sem gera 9 stk

Leiðbeiningar

1

Smjörið er brætt

2

Oreoið er mulið í matvinnsluvél/blandara og blandað saman við smjörið.

3

Oreo-blandan er sett í botninn á forminu (ég nota smelluform svo það sé auðvelada að taka kökuna úr).

4

Sett í kæli í um 10 mín.

5

Rjóminn þeyttur og settur í skál.

6

Þar næst er hnetusmjör, rjómaostur og sykur þeytt saman í 1-2 mín.

7

Rjómanum og einum pakka af brytjuðum Reese's cups er svo blandað rólega saman við með sleif.

8

Blandan er sett yfir Oreo-botninn og inn í ísskáp í nokkra tíma, kakan er þó best ef hún er útbúin kvöldið áður en hún er borin fram.

9

Kakan skreytt með restinni af Reese’s peanut butter cups.

10

Ég bræddi einnig smjör og kakó og skreytti með.

Hnetusmjörsostakaka með Oreobotni

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…