Print Options:








Hnetusmjörsostakaka með Oreobotni

Magn1 skammtur

OREO ostakaka með hnetusmjöri.

 300 g hnetusmjör
 400 g rjómaostur frá Philadelphia
 1 lítill peli rjómi
 hálfur bolli sykur
 1 1/2 kassi OREO (6 pokar með 4 kexkökum í)
 50 g smjör
 3 pakkar Reese's cups, sem gera 9 stk
1

Smjörið er brætt

2

Oreoið er mulið í matvinnsluvél/blandara og blandað saman við smjörið.

3

Oreo-blandan er sett í botninn á forminu (ég nota smelluform svo það sé auðvelada að taka kökuna úr).

4

Sett í kæli í um 10 mín.

5

Rjóminn þeyttur og settur í skál.

6

Þar næst er hnetusmjör, rjómaostur og sykur þeytt saman í 1-2 mín.

7

Rjómanum og einum pakka af brytjuðum Reese's cups er svo blandað rólega saman við með sleif.

8

Blandan er sett yfir Oreo-botninn og inn í ísskáp í nokkra tíma, kakan er þó best ef hún er útbúin kvöldið áður en hún er borin fram.

9

Kakan skreytt með restinni af Reese’s peanut butter cups.

10

Ég bræddi einnig smjör og kakó og skreytti með.