Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

  ,   

september 20, 2019

Hér kemur þessi fræga kaka sem allir elska í unaðslegum haust klæðum.

Hráefni

Ostakakan hennar mömmu

250 g LU Bastogne kanilkex

100 g smjör

400 g Philadelphia rjómaostur

200 g flórsykur

½ líter rjómi, þeyttur

2 tsk vanillusykur

Bláberja toppur

5 dl Driscoll's bláber

1 dl sykur

1 msk smjör

2 tsk kornsterkja (Maizena mjöl)

1 tsk vanilludropar

Leiðbeiningar

1Myljið LU kexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.

2Bræðið smjörið og blandið því saman við kex mjölið.

3Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, smyrjið hliðar formsins með smjöri leggið renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, upp að hliðunum formsins. Setjið smelluformið á kökudisk (passa þarf að diskurinn komist í frysti) með engum botni.

4Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu, beint á diskinn sem sagt. Setjið inn í frystinn.

5Rjómaostur er hrærður. Flórsykrinum og vanillusykrinum er blandað saman við.

6Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.

7Hellið deiginu í formið, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn

8Takið kökuna úr fyrstinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram. Setjið bláber, sykur, smjör, kornsterkju og vanilludropa í pott og hrærið varlega saman yfir vægum hita, látið malla í pottinum í u.þ.b. 5 mín eða þar til blandan hefur þykknað vel. Leyfið blöndunni að kólna svolítið áður en hún er sett á kökuna.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bökuð Brownie Turtle ostakaka

Afar einföld brownie ostakaka sem er best köld

Einföld appelsínukaka

Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk.

Bollakökur með Daim

Bollakökurnar innihalda daim og kremið inniheldur rjómaost og brætt Daim. Sannkölluð Daim bomba!