fbpx

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Hér kemur þessi fræga kaka sem allir elska í unaðslegum haust klæðum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Ostakakan hennar mömmu
 250 g LU Bastogne kanilkex
 100 g smjör
 400 g Philadelphia rjómaostur
 200 g flórsykur
 ½ líter rjómi, þeyttur
 2 tsk vanillusykur
Bláberja toppur
 5 dl Driscoll's bláber
 1 dl sykur
 1 msk smjör
 2 tsk kornsterkja (Maizena mjöl)
 1 tsk vanilludropar

Leiðbeiningar

1

Myljið LU kexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.

2

Bræðið smjörið og blandið því saman við kex mjölið.

3

Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, smyrjið hliðar formsins með smjöri leggið renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, upp að hliðunum formsins. Setjið smelluformið á kökudisk (passa þarf að diskurinn komist í frysti) með engum botni.

4

Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu, beint á diskinn sem sagt. Setjið inn í frystinn.

5

Rjómaostur er hrærður. Flórsykrinum og vanillusykrinum er blandað saman við.

6

Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.

7

Hellið deiginu í formið, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn

8

Takið kökuna úr fyrstinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram. Setjið bláber, sykur, smjör, kornsterkju og vanilludropa í pott og hrærið varlega saman yfir vægum hita, látið malla í pottinum í u.þ.b. 5 mín eða þar til blandan hefur þykknað vel. Leyfið blöndunni að kólna svolítið áður en hún er sett á kökuna.


Uppskrift frá Lindu Ben.

DeilaTístaVista

Hráefni

Ostakakan hennar mömmu
 250 g LU Bastogne kanilkex
 100 g smjör
 400 g Philadelphia rjómaostur
 200 g flórsykur
 ½ líter rjómi, þeyttur
 2 tsk vanillusykur
Bláberja toppur
 5 dl Driscoll's bláber
 1 dl sykur
 1 msk smjör
 2 tsk kornsterkja (Maizena mjöl)
 1 tsk vanilludropar

Leiðbeiningar

1

Myljið LU kexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.

2

Bræðið smjörið og blandið því saman við kex mjölið.

3

Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, smyrjið hliðar formsins með smjöri leggið renning af smjörpappír, jafn stóran og hliðar formsins, upp að hliðunum formsins. Setjið smelluformið á kökudisk (passa þarf að diskurinn komist í frysti) með engum botni.

4

Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu, beint á diskinn sem sagt. Setjið inn í frystinn.

5

Rjómaostur er hrærður. Flórsykrinum og vanillusykrinum er blandað saman við.

6

Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.

7

Hellið deiginu í formið, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn

8

Takið kökuna úr fyrstinum 3-4 tímum áður en hún er borin fram. Setjið bláber, sykur, smjör, kornsterkju og vanilludropa í pott og hrærið varlega saman yfir vægum hita, látið malla í pottinum í u.þ.b. 5 mín eða þar til blandan hefur þykknað vel. Leyfið blöndunni að kólna svolítið áður en hún er sett á kökuna.

Himnesk dúnamjúk ostakaka með bláberja toppi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…