Gyoza dumplings með bestu sósu í heimi

    

mars 26, 2020

Dásamlegir dumplings með sojasósu, einfalt og fljótlegt.

Hráefni

1 poki af Itsu Gyoza dumplings

2 tsk olía

4 msk hrísgrjónaedik frá Blue dragon

4 msk sojasósa frá Blue dragon

2 hvítlauksrif kramin

1 tsk rifið engifer

1/2 tsk Tabasco sriracha sósa

1 tsk sesamolía, ég notaði frá Rapunzel

1 vorlaukur smátt saxaður

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að hræra öllum innihaldsefnum í sósuna saman og látið bíða í 15 mín.

2Takið fram pönnu og setið olíuna í - hitið að miðlungshita

3Steikið Gyoza koddana í 8 mín, snúið oft á meðan.

4Berið fram með sósunni, dýfið koddunum í - mæli með ríflegu magni af sósu!

Uppskrift frá Völlu á GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Fyllt brauð

Mjög gómsætt fyllt brauð eða „Pull apart“ brauð. Fullkominn puttamatur og tilvalið að bera fram í þeim veislum eða matarboðunum sem framundan eru. Fyllingin er einföld og gómsæt en hún samanstendur af Philadelphia rjómaosti með graslauk, mozzarella osti, cheddar osti, hvítlaukssmjöri og graslauk.

Bragðmiklar og einfaldar Madras Naan snittur

Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!

Bruschettur með rjómaosti og ofnbökuðum tómötum

Ristaðar bruschettur með hvítlauksrjómaosti frá Philadelphia. Ekta til þess að bera fram í matarboðum, saumaklúbbshittingum eða sem meðlæti með góðu pasta.