fbpx

Grilluð Tandoori lambalund með salati, nanbrauði og raita

Æðislegar lambalundir með grænmeti og nanbrauði.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Grilluð Tandoori lambalund með salati
 ½ dl Tandoori spice marinade frá Patak´s
 3 msk hrein jógúrt
 350 g lambalundir
 1 rauð paprika
 1 gul paprika
 1 rauðlaukur
 spínat
 kirsuberjatómatar
Raita (uppskrift frá Ree Drummond)
 1 stór gúrka
 2 bollar hrein jógúrt
 3/4 tsk cumin
 1/4 tsk mulið kóriander (krydd, ekki ferskt)
 1/8 tsk cayenne
 safi úr 1 sítrónu
 salt og pipar
 1/4 bolli hökkuð fersk mynta
Meðlæti
 Nan brauð frá Patak´s

Leiðbeiningar

Grilluð Tandoori lambalund með salati
1

Hrærið saman Tandoori spice marinade og hreinni jógúrt. Leggið lambakjötið í marineringuna og látið standa í 30 mínútur. Takið kjötið úr marineringunni og grillið, penslið kjötið með marineringunni sem varð eftir þegar þið snúið kjötinu.

2

Skerið paprikur og rauðlauk gróft og grillið (endilega leikið ykkur með þetta og notið það grænmeti sem þið eruð í stuði fyrir).

3

Setjið spínat í skál. Dreifið grilluðu grænmeti yfir ásamt kirsuberjatómötum. Skerið lambakjötið i sneiðar og setjið yfir salatið. Skreytið með myntu og raita sósu.

Raita
4

Skerið gúrkuna í tvennt, eftir henni endilangri. Notið skeið til að skrapa kjarnann úr og rífið síðan gúrkuna með rifjárni. Setjið rifna gúrkuna í eldhúspappír og kreistið safann frá.

5

Hærið saman í skál jógúrt, cumin, kóriander, cayenne, sítrónusafa, salt og pipar. Bætið gúrkunni saman við og hrærið saman. Bætið þá myntunni saman við og hrærið. Smakkið til. Setjið plast yfir skálina og látið standa í ísskáp þar til sósan skal borin fram. Best er að útbúa sósuna nokkrum tímum áður.

Meðlæti
6

Penslið brauðið með vatni og grillið í 1 mínútu á hvorri hlið.


Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

DeilaTístaVista

Hráefni

Grilluð Tandoori lambalund með salati
 ½ dl Tandoori spice marinade frá Patak´s
 3 msk hrein jógúrt
 350 g lambalundir
 1 rauð paprika
 1 gul paprika
 1 rauðlaukur
 spínat
 kirsuberjatómatar
Raita (uppskrift frá Ree Drummond)
 1 stór gúrka
 2 bollar hrein jógúrt
 3/4 tsk cumin
 1/4 tsk mulið kóriander (krydd, ekki ferskt)
 1/8 tsk cayenne
 safi úr 1 sítrónu
 salt og pipar
 1/4 bolli hökkuð fersk mynta
Meðlæti
 Nan brauð frá Patak´s

Leiðbeiningar

Grilluð Tandoori lambalund með salati
1

Hrærið saman Tandoori spice marinade og hreinni jógúrt. Leggið lambakjötið í marineringuna og látið standa í 30 mínútur. Takið kjötið úr marineringunni og grillið, penslið kjötið með marineringunni sem varð eftir þegar þið snúið kjötinu.

2

Skerið paprikur og rauðlauk gróft og grillið (endilega leikið ykkur með þetta og notið það grænmeti sem þið eruð í stuði fyrir).

3

Setjið spínat í skál. Dreifið grilluðu grænmeti yfir ásamt kirsuberjatómötum. Skerið lambakjötið i sneiðar og setjið yfir salatið. Skreytið með myntu og raita sósu.

Raita
4

Skerið gúrkuna í tvennt, eftir henni endilangri. Notið skeið til að skrapa kjarnann úr og rífið síðan gúrkuna með rifjárni. Setjið rifna gúrkuna í eldhúspappír og kreistið safann frá.

5

Hærið saman í skál jógúrt, cumin, kóriander, cayenne, sítrónusafa, salt og pipar. Bætið gúrkunni saman við og hrærið saman. Bætið þá myntunni saman við og hrærið. Smakkið til. Setjið plast yfir skálina og látið standa í ísskáp þar til sósan skal borin fram. Best er að útbúa sósuna nokkrum tímum áður.

Meðlæti
6

Penslið brauðið með vatni og grillið í 1 mínútu á hvorri hlið.

Grilluð Tandoori lambalund með salati, nanbrauði og raita

Aðrar spennandi uppskriftir