fbpx

Grilluð naan loka með tandoori kjúklingi og mango chutney sósu

Þessi grillaða naan loka er dásamlegt tvist á indverskri matargerð. Ótrúlega fljótleg og bragðast dásamlega.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 Kjúklingabringur, eldaðar
 3 kúfaðar msk Tandoori spice marinade frá Patak's
 2 naan brauð með hvítlauk og kóríander frá Patak's
 Rifinn mozzarella
 1/2 þroskað avocado
 Rauð paprika í sneiðum
 Tómatur skorinn í sneiðar
 ólívuolía
 Sjávarsalt
Mango Chutney sósa
 2 msk mango chutney frá Patak's
 2 msk grísk jógúrt hrein
 Blandið saman í skál og hrærið, einfaldara getur það ekki verið!

Leiðbeiningar

1

Eldið bringurnar eða nýtið afganga. Rífið þær í sundur með 2 göfflum og hrærið Tandoori maríneringunni saman við.

2

Takið eitt naan brauð og snúið krydd hliðinni niður. Dreifið osti eftir smekk yfir brauðið. Dreifið kjúklingnum yfir ostinn. Þetta er rúmlegt magn af kjúklingi, ég skildi smá eftir.

3

Því næst raðið þið avocado, papriku og tómötum yfir og toppið með smá osti í lokin.

4

Lokið samlokunni með hinu naan brauðinu og setjið í mínútugrill.

5

Þegar samlokan hefur verið í grillinu í ca. 1-2 mín, opnið þið grillið og penslið samlokuna með ólífuolíu og stráið Maldon salti yfir.

6

Grillið þar til osturinn er bráðinn.

Mango Chutney sósa
7

Á meðan samlokan er í grillinu hrærum við í einföldustu og bestu sósuna. Passar fullkomlega með þessari samloku en reyndar einnig með flest öðru, fiski, kjúklingi, til að dýfa í...


Uppskrift frá Völlu hjá grgs.is

Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 Kjúklingabringur, eldaðar
 3 kúfaðar msk Tandoori spice marinade frá Patak's
 2 naan brauð með hvítlauk og kóríander frá Patak's
 Rifinn mozzarella
 1/2 þroskað avocado
 Rauð paprika í sneiðum
 Tómatur skorinn í sneiðar
 ólívuolía
 Sjávarsalt
Mango Chutney sósa
 2 msk mango chutney frá Patak's
 2 msk grísk jógúrt hrein
 Blandið saman í skál og hrærið, einfaldara getur það ekki verið!

Leiðbeiningar

1

Eldið bringurnar eða nýtið afganga. Rífið þær í sundur með 2 göfflum og hrærið Tandoori maríneringunni saman við.

2

Takið eitt naan brauð og snúið krydd hliðinni niður. Dreifið osti eftir smekk yfir brauðið. Dreifið kjúklingnum yfir ostinn. Þetta er rúmlegt magn af kjúklingi, ég skildi smá eftir.

3

Því næst raðið þið avocado, papriku og tómötum yfir og toppið með smá osti í lokin.

4

Lokið samlokunni með hinu naan brauðinu og setjið í mínútugrill.

5

Þegar samlokan hefur verið í grillinu í ca. 1-2 mín, opnið þið grillið og penslið samlokuna með ólífuolíu og stráið Maldon salti yfir.

6

Grillið þar til osturinn er bráðinn.

Mango Chutney sósa
7

Á meðan samlokan er í grillinu hrærum við í einföldustu og bestu sósuna. Passar fullkomlega með þessari samloku en reyndar einnig með flest öðru, fiski, kjúklingi, til að dýfa í...

Grilluð naan loka með tandoori kjúklingi og mango chutney sósu

Aðrar spennandi uppskriftir