Grilluð humarpizza

  ,

nóvember 13, 2015

Ómótstæðileg grilluð humarpizza.

Hráefni

álpappír

PAM sprey

salt og pipar

tortilla frá Mission

25 g smjör

2 hvítlauksrif, pressuð

2 msk parmesan (Parmareggio), finrifinn

2 plómutómatar, hakkaðir og látið renna af þeim

fersk basilika

60 g skelflettur humar frá Sælkerafiski

1 msk parmesan (Parmareggio), fínrifinn

2 lúkur pizza ostur

30 g ferskur mozzarella í bitum

Leiðbeiningar

1Rífið álpappír svo passi undir tortillaköku. Spreyið álpappírinn með PAM og stráið vel af maldon salti og pipar yfir. Leggið tortillu yfir. Bræðið smjör í potti og blandið saman við pressað hvítlauksrif. Penslið hvítlaukssmjörinu yfir tortillabotninn og stráið 2 msk af fínrifnum parmesan yfir.

2Hakkið plómutómata og látið leka af þeim í gegnum sigti. Leggið hökkuðu tómatana yfir parmesan ostinn og setjið basiliku sem hefur verið skorin/klippt í ræmur yfir. Skolið og þerrið humarinn og setjið hann yfir tómatana. Stráið 1 msk af parmesan yfir, þar eftir 2 lúkum af pizza osti og að lokum ferskum mozzarellabitum.

3Grillið þar til osturinn er bráðnaður og botninn stökkur.

Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Djúsí rjómapasta á grillinu

Rjómalagað pasta með grilluðum kjúkling.

Kjúklinga og grænmetis grillspjót

Kjúklingaspjót í sinneps-og hvítlauks kryddlegi, grænmetisspjót og dásamleg köld sinnepssósa með sætu sinnepi frá Heinz.

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!