Grilluð humarpizza

  ,

nóvember 13, 2015

Ómótstæðileg grilluð humarpizza.

Hráefni

álpappír

PAM sprey

salt og pipar

tortilla frá Mission

25 g smjör

2 hvítlauksrif, pressuð

2 msk parmesan (Parmareggio), finrifinn

2 plómutómatar, hakkaðir og látið renna af þeim

fersk basilika

60 g skelflettur humar frá Sælkerafiski

1 msk parmesan (Parmareggio), fínrifinn

2 lúkur pizza ostur

30 g ferskur mozzarella í bitum

Leiðbeiningar

1Rífið álpappír svo passi undir tortillaköku. Spreyið álpappírinn með PAM og stráið vel af maldon salti og pipar yfir. Leggið tortillu yfir. Bræðið smjör í potti og blandið saman við pressað hvítlauksrif. Penslið hvítlaukssmjörinu yfir tortillabotninn og stráið 2 msk af fínrifnum parmesan yfir.

2Hakkið plómutómata og látið leka af þeim í gegnum sigti. Leggið hökkuðu tómatana yfir parmesan ostinn og setjið basiliku sem hefur verið skorin/klippt í ræmur yfir. Skolið og þerrið humarinn og setjið hann yfir tómatana. Stráið 1 msk af parmesan yfir, þar eftir 2 lúkum af pizza osti og að lokum ferskum mozzarellabitum.

3Grillið þar til osturinn er bráðnaður og botninn stökkur.

Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

CajP mareneruð grísalund með ananas salsa

Einfaldur og sumarlegur grillréttur með CajP Smokey Hickory

Grillaðir kjúklinga Pinchos með Alioli

Kjúklinga grillspjót með geggjaðri Caj P mareneringu