Grillaðir bananar með Milka súkkulaði og OREO kexi

  ,   

júní 12, 2020

Ómótstæðilegur eftirréttur á grillið.

Hráefni

4 stk bananar

2 plötur Milka Toffee Creme súkkulaði

1 pakki Oreo kex án krems, mulið

1 askja jarðarber

mynta

Leiðbeiningar

1Skerið banana í bita af miðlungsstærð

2Þræðið bitana á grillspjót

3Grillið bananaspjótin og raðið svo súkkulaðibitum á bananana

4Setjið spjótin aftur á grillið þar til súkkulaðið er farið að bráðna

5Berið spjótin fram með fínt söxuðum jarðarberjum, myntu og muldu Oreo kexi

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo eftirréttur með 3 hráefnum!

Sjúklega einfaldur en bragðgóður eftirréttur

Einföld appelsínukaka

Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk.

Bollakökur með Daim

Bollakökurnar innihalda daim og kremið inniheldur rjómaost og brætt Daim. Sannkölluð Daim bomba!