Grillaðir bananar með Milka súkkulaði og OREO kexi

  ,   

júní 12, 2020

Ómótstæðilegur eftirréttur á grillið.

Hráefni

4 stk bananar

2 plötur Milka Toffee Creme súkkulaði

1 pakki Oreo kex án krems, mulið

1 askja jarðarber

mynta

Leiðbeiningar

1Skerið banana í bita af miðlungsstærð

2Þræðið bitana á grillspjót

3Grillið bananaspjótin og raðið svo súkkulaðibitum á bananana

4Setjið spjótin aftur á grillið þar til súkkulaðið er farið að bráðna

5Berið spjótin fram með fínt söxuðum jarðarberjum, myntu og muldu Oreo kexi

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Þjóðhátíðardesertinn 2021

Mmmm þessi kaka var svoooo góð og fersk, það er líka mjög fljótlegt og einfalt að útbúa þessa dásemd!

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.