Geggjað grískt kartöflusalat

    

ágúst 23, 2017

Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann.

Hráefni

900 g kartöflur

sjávarsalt

100 g svartar ólífur

150 g kirsuberjatómatar

70 g fetaostur, mulinn

Dressing

2 msk sítrónusafi

1 msk oregano

1/2 tsk sjávarsalt

1/2 tsk svartur pipar

60 ml extra virgin ólífuolía, t.d. frá Filippo Berio

Leiðbeiningar

1Afhýðið kartöflurnar og skerið niður í bita og sjóðið í potti þar til þær eru farnar að mýkjast en ekki mauksoðnar. Takið vatnið frá og skolið kartöflurnar með köldu vatni.

2Setjið kartöflurnar í skál ásamt ólívum, kirsuberjatómötum og fetaosti. Saltið.

3Gerið dressinguna með því að hræra saman sítrónusafa, oregano,salti og pipar. Hrærið saman og hellið ólífuolíunni smátt og smátt saman við og hrærið allan tíman þar til dressingin hefur blandast vel saman. Hellið dressingunni yfir salatið, magn eftir smekk.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Besti hummusinn sem passar með öllu

Það sem gerir hann líka sérlega góðan er sítrónuólífuolían en eftir að ég prófaði að setja hana í stað þessarar hefðbundu mun ég ekki snúa til baka. Þvílík bragðsprengja sem sú olía er.

Gómsætt ostasalat

Hér er að finna klassíska og góða ostasalatið sem margir þekkja með örlitlu öðru sniði. Salatið er fullkomið hvort sem það er á Tuc kexið eða ofan á nýbakað brauð. Algjört sælgæti svo ekki sé meira sagt!

Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti

Túnfisksalat eftir Lindu Ben.