Dýrðleg hafrakaka með kókossúkkulaðihjúp

  ,   

maí 8, 2019

Súkkulaði hafrakaka með súkkulaðihjúp.

Hráefni

200g hafrar frá Rapunzel

35g kókosmjöl Rapunzel

70g kókosolía Rapunzel

85g gróft hnetusmjör

110g döðlusíróp Rapunzel

1 tsk vanilluextrakt eða vanilluduft frá Rapunzel

Klípa af himalaya salti

Súkkulaðibráð

150g 70% Rapunzel súkkulaði

1 tsk kókosolía frá Rapunzel

1/4b kókosmjöl frá Rapunzel

Leiðbeiningar

Kaka

1Hitið ofn í 180°C.

2Byrjið á að bræða kókosolíuna í heitu vatnsbaði.

3Blandið saman hráefnum í skál og hrærið vel með sleif.

4Setjið í smurt 22cm form og bakið í miðjum ofni í 20 mín.

5Þegar kakan hefur kólnað vel setjum við hana í ísskáp á meðan við gerum súkkulaðibráðina.

Súkkulaðibráð

1Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið kókosolíu saman við.

2Dreifið yfir kökuna á meðan hún er enn í forminu og stráið kókosmjöli strax yfir.

3Geymið í kæli.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lífrænt döðlugott

Einfalt lífrænt döðlugott, aðeins 4 hráefni.

Oreo ostaköku smákökur með hvítu Toblerone

Þessar Oreo ostaköku smákökur eru alveg ótrúlega góðar!

Vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu

Girnilegar vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu.