Djúsí Hasselback kartöflur

  

júní 23, 2020

Djúsí grillaðar hasselback kartöflur með sósu og osti

Hráefni

4-6 bökunarkartöflur

Filippo Berio ólífuolía

Gróft sjávarsalt

1 poki af rifnum osti

1 dós Hunt’s diced tomatoes roasted garlic

Pepperoni

Tabasco® sósa eftir smekk

Ferskur graslaukur

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að skera raufar í kartöflurnar með nokkra millimetra millibili, passið að skera ekki alla leið í gegn

2Raðið kartöflunum á pottjárnspönnu (eða í eldfast mót ef það á ekki að grilla þær)

3Hellið vel af olífuolíu yfir

4Stráið grófu sjávarsalti yfir kartöflurnar

5Grillið kartöflurnar á 200° í óbeinum hita

6Maukið 1 dós af Hunt’s diced tomatoes roasted garlic (t.d með töfrasprota)

7Eftir c.a 40-50min á grillinu er pepperoni raðað í kartöflurnar

8Dreifið Tabasco® sósu yfir eftir smekk

9Grillið í 5-10 min í viðbót

10Hunt’s sósunni er svo dreift yfir kartöflurnar

11Dreifið osti yfir eftir smekk

12Leyfið þessu svo að malla þangað til að osturinn er búinn að bráðna

13Gott að skera ferskan graslauk og dreifa yfir áður en rétturinn er borinn fram

Uppskrift frá BBQ kónginum

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Pylsa að hætti New York búa

Útkoman er allt öðruvísi en hin hefðbundna íslenska pylsa með öllu en afar skemmtileg tilbreyting frá henni ef ykkur langar að prófa eitthvað nýtt á grillið í sumar.

Fylltir bananar á grillið

Stökkir sykurpúðar og Oreokex í bland við volgan banana, bráðið súkkulaði og ber…..namm!

Suðræn grillspjót

Undursamleg litrik grillspjót í hunangs Caj P mareneringu