Daim eplakaka

  ,   

nóvember 12, 2019

Heit eplabaka með Daim karamellu og ís.

Hráefni

4 epli

2 msk kanill

4 msk sykur

1 poki Daim kurl

150 g smjör

150 g Rapunzel hafraflögur, fínar

150 g púðursykur

150 g hveiti

Smá salt

Leiðbeiningar

1Afhýðið eplin og skerið í bita, veltið upp úr kanil og sykri og setjið í eldfast mót.

2Stráið Daim kurli yfir eplin.

3Blandið saman smjöri, höfrum, sykri, hveiti og salti og myljið yfir eplablönduna.

4Bakið í 30 mínútur við 200°C.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Epla & bláberja crumble með kókos súkkulaði

Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara.

Litlar Toblerone Pavlovur

Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone.

Súkkulaði bollakökur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.