Blinis með chilí-rjómaosti og stökkri parmaskinku

  

október 22, 2019

Þennan rétt hef ég eldað í mörgum veislum og er alltaf beðin um uppskriftina. Hér er hún loksins komin – einn besti forréttur/smáréttur allra tíma.

  • Fyrir: 12 stk

Hráefni

Blinis

100 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

2 egg

1/2 dl mjólk

1-2 msk smjör

Chilí-rjómaostur

50 g Philadelphia rjómaostur

1-3 tsk chilímauk, t.d. chili paste frá Blue dragon

1/2-1 tsk hunang

Toppur

30 g klettakál

100 g parmaskinka

Leiðbeiningar

1Blinis: Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál. Hrærið mjólk og eggjum saman við.

2Setjið smjör á pönnu og setjið deigið á pönnuna með teskeið. Steikið litlu pönnukökurnar þar til litlar loftbólur eru farnar að myndast og snúið þeim þá við og steikið í örstutta stund.

3Parmaskinka: Raðið parmaskinkunni á bökunarplötu og setjið inn í 200°c heitan ofn. Hafið inní ofni þar til parmaskinkan er orðin stökk. Brjótið í minni bita.

4Chilí-rjómaostur: Setjið chilímauk og hunang saman við rjómaostinn og hrærið vel. Smakkið til og bætið við chilímauki eða hunangi eftir smekk. Mér þykir gott að hafa ostinn bragðmikinn.

5Setjið rjómaost á pönnukökurnar, þá klettakál og að lokum stökka parmaskinku.

6Berið fram með góðum drykk og njótið.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Jalapenó ostasmyrja

Ótrúlega gott hvort sem er í hádegismat eða sem léttur kvöldmatur.

Hátíðleg ostakúla með pekanhnetukurli

Skemmtilegur partýréttur.