Bjórkjúklingur á grilli

  ,

júlí 24, 2020

Hráefni

1 stk kjúklingur

1 dós Stella Artois bjór

½ chilli

2 hvítlausgeirar

smá sítrónutimían

ferskar jurtir t.d. basil og skessujurt má vera hvaða jurt sem er

1 dl Caj P grillolía

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Saltið og piprið kjúklinginn og troðið jurtum innan í fuglinn.

2Setjið bjór, chilli og hvítlauk í bjórkjúklingastandinn og komið fuglinum fyrir á standinum.

3Setjið standinn með fuglinum á funheitt grillið og penslið með Caj P á nokkura mínútna fresti.

4Lækkið hitann eftir 15 mín og haldið áfram að grilla fuglinn, eftir 30-40 mín er fuglinn full-eldaður.

5Berið fram með salatblöðum (t.d. romaine), guacamole og paprikusalsa.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lambaspjót með trufflukremi

Sælkeralamb með sveppum og trufflukremi.

Grillað lambalæri

Grillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.