Asískar kjötbollur

    

september 15, 2020

Asísar kjötbollur sem eru frábærar í kvöldmatinn nú eða sem pinnamatur í veisluna.

Hráefni

Kjötbollur

1 kg nauta- eða svínahakk

2 tsk sesamolía frá Blue dragon

2,5 dl brauðrasp

1/2 tsk engiferkrydd

2 egg

3 tsk rifið engifer

Asísk sósa

150 ml Hoisin sósa frá Blue dragon

60 ml hrísgrjónaedik (rice vinegar frá Blue dragon)

2 hvítlauksrif, pressuð

2 msk sojasósa frá Blue dragon

1 tsk sesamolía frá Blue dragon

1 tsk engiferkrydd

Leiðbeiningar

Kjötbollur

1Blandið öllum hráefnum vel saman og mótið í litlar kjötbollur. Setjið á ofnplötu og bakið í 200°c heitum ofni í 15 mínútur eða þar til þær eru stökkar að utan og fulleldaðar að innan. Setjið í skál og hellið sósunni yfir heitar kjötbollurnar og blandið vel saman. Berið fram með niðurskornum vorlauk, sesamfræjum og núðlum.

Asísk sósa

1Hrærið öllum hráefnum fyrir sósuna saman í skál.

Uppskrift eftir GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grillaðar lambakórónur

Lambakjöt í Caj P marineringu klikkar ekki.