MG_4768
MG_4768

Áramóta ostakaka með hvítri súkkulaði mousse

  ,   

janúar 8, 2019

Þetta er alveg ótrúlega einföld útfærsla af númeraköku.

Hráefni

Ostakaka

4 stk My Sweet Deli New York ostakökur

Hvít Súkkulaði mousse

Súkkulaðihúðuð jarðaber frá Driscoll's

Brómber frá Driscoll's

Myntu súkkulaði plötur

Æt rauð blóm

Silfurlitað matarglimmer

Hvít súkkulaði mousse

2 ½ dl rjómi

2 ½ dl hvítt súkkulaði

200 g Philadelphia rjómaostur

3 msk flórsykur

1 tsk vanilludropar

Örlítið salt

Leiðbeiningar

1Takið kökurnar úr frysti og úr umbúðunum.

2Stífþeytið rjómann og geymið.

3Bræðið hvíta súkkulaðið varlega.

4Þeytið rjómaostinn, 3 msk flórsykur, vanilludropa og salt í skál. Blandið þeytta rjómanum saman við varlega með sleikju.

5Setjið í kæli í 2 klst og setjið svo í sprautupoka með hringlaga stút (u.þ.b. 1 cm þvermál).

6Á meðan mousse-in er í kæli skeriði kökurnar í 2019 form.

7Byrjað er á því að taka 1 köku í einu úr bakkanum og setja á skurðarbretti. Teiknið 2 á fyrstu kökuna þannig að talan er 4 cm breið alla leið. Takið beittan en nettan hníf og skerið útlínurnar og flytjið varlega á langan kökudisk með því að stinga kökuspöðum undir, það gæti verið gott að stinga nokkrum kökuspöðum undir og fá hjálp við að flytja kökuna. Endurtakið fyrir 0, 1 og 9.

8Þegar allar kökurnar eru komnar á kökudiskinn, takiði sprautupokann og sprautið doppum á kökurnar allar. Raðið súkkulaðihúðuðu jarðaberjunum, brómberjunum, blómunum, myntu súkkulaðinu og silfurlitaða matarglimmerinu á kökuna.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

toblerone-ostakaka

Toblerone ostakaka með hindberjakeim

Þegar Oreo, Toblerone, rjómi og hindber koma saman getur líklega lítið klikkað!

DSC06178

OREO pönnukökur

OREO pönnukökur með kerm-fyllingu og bræddu súkkulaði.

DSC06141

Dumle kaka

Súper einföld karamellu kaka með mjúkri karamellu í miðjunni.