MG_4768
MG_4768

Áramóta ostakaka með hvítri súkkulaði mousse

  ,   

janúar 8, 2019

Þetta er alveg ótrúlega einföld útfærsla af númeraköku.

Hráefni

Ostakaka

4 stk My Sweet Deli New York ostakökur

Hvít Súkkulaði mousse

Súkkulaðihúðuð jarðaber frá Driscoll's

Brómber frá Driscoll's

Myntu súkkulaði plötur

Æt rauð blóm

Silfurlitað matarglimmer

Hvít súkkulaði mousse

2 ½ dl rjómi

2 ½ dl hvítt súkkulaði

200 g Philadelphia rjómaostur

3 msk flórsykur

1 tsk vanilludropar

Örlítið salt

Leiðbeiningar

1Takið kökurnar úr frysti og úr umbúðunum.

2Stífþeytið rjómann og geymið.

3Bræðið hvíta súkkulaðið varlega.

4Þeytið rjómaostinn, 3 msk flórsykur, vanilludropa og salt í skál. Blandið þeytta rjómanum saman við varlega með sleikju.

5Setjið í kæli í 2 klst og setjið svo í sprautupoka með hringlaga stút (u.þ.b. 1 cm þvermál).

6Á meðan mousse-in er í kæli skeriði kökurnar í 2019 form.

7Byrjað er á því að taka 1 köku í einu úr bakkanum og setja á skurðarbretti. Teiknið 2 á fyrstu kökuna þannig að talan er 4 cm breið alla leið. Takið beittan en nettan hníf og skerið útlínurnar og flytjið varlega á langan kökudisk með því að stinga kökuspöðum undir, það gæti verið gott að stinga nokkrum kökuspöðum undir og fá hjálp við að flytja kökuna. Endurtakið fyrir 0, 1 og 9.

8Þegar allar kökurnar eru komnar á kökudiskinn, takiði sprautupokann og sprautið doppum á kökurnar allar. Raðið súkkulaðihúðuðu jarðaberjunum, brómberjunum, blómunum, myntu súkkulaðinu og silfurlitaða matarglimmerinu á kökuna.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.