fbpx

Aloha kjúklingur

Kjúklingaréttur sem er algjör veisla fyrir bragðlaukana.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 240 ml ananassafi
 180 ml tómatsósa frá Hunt's
 120 ml soya sósa, t.d. frá Blue Dragon
 100 g púðursykur
 2-3 hvítlaukrif, pressuð
 1 msk maukað engifer, t.d. Minched ginger frá Blue Dragon
 450 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
 1 ananas, skorinn í sneiðar og þær helmingaðar
 1 tsk olía
 vorlaukur, til skreytingar

Leiðbeiningar

1

Gerið marineringuna með því að blanda ananassafa, tómatsósu, soyasósu, púðursykri, hvítlauk og engifer og blanda öllu vel saman. Leggið kjúklinginn í maringeringuna og látið marinerast í þrjár klukkustundir eða fyrir nótt (ef tíminn leyfir).

2

Grillið kjúklinginn við háan hita á grillpönnu eða útigrilli. Penslið með marineringunni. Grillið í um 8 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn.

3

Veltið ananassneiðum upp úr olíunni og grillið í um 2 mínútur.

4

Berið kjúklingabringurnar fram með ananas og skreytið með vorlauk.


Uppskrift frá grgs.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 240 ml ananassafi
 180 ml tómatsósa frá Hunt's
 120 ml soya sósa, t.d. frá Blue Dragon
 100 g púðursykur
 2-3 hvítlaukrif, pressuð
 1 msk maukað engifer, t.d. Minched ginger frá Blue Dragon
 450 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
 1 ananas, skorinn í sneiðar og þær helmingaðar
 1 tsk olía
 vorlaukur, til skreytingar

Leiðbeiningar

1

Gerið marineringuna með því að blanda ananassafa, tómatsósu, soyasósu, púðursykri, hvítlauk og engifer og blanda öllu vel saman. Leggið kjúklinginn í maringeringuna og látið marinerast í þrjár klukkustundir eða fyrir nótt (ef tíminn leyfir).

2

Grillið kjúklinginn við háan hita á grillpönnu eða útigrilli. Penslið með marineringunni. Grillið í um 8 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn.

3

Veltið ananassneiðum upp úr olíunni og grillið í um 2 mínútur.

4

Berið kjúklingabringurnar fram með ananas og skreytið með vorlauk.

Aloha kjúklingur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Gnocchi bakaGnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa…