Aloha kjúklingur

    

apríl 6, 2017

Kjúklingaréttur sem er algjör veisla fyrir bragðlaukana.

Hráefni

240 ml ananassafi

180 ml tómatsósa frá Hunt's

120 ml soya sósa, t.d. frá Blue Dragon

100 g púðursykur

2-3 hvítlaukrif, pressuð

1 msk maukað engifer, t.d. Minched ginger frá Blue Dragon

450 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry

1 ananas, skorinn í sneiðar og þær helmingaðar

1 tsk olía

vorlaukur, til skreytingar

Leiðbeiningar

1Gerið marineringuna með því að blanda ananassafa, tómatsósu, soyasósu, púðursykri, hvítlauk og engifer og blanda öllu vel saman. Leggið kjúklinginn í maringeringuna og látið marinerast í þrjár klukkustundir eða fyrir nótt (ef tíminn leyfir).

2Grillið kjúklinginn við háan hita á grillpönnu eða útigrilli. Penslið með marineringunni. Grillið í um 8 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn.

3Veltið ananassneiðum upp úr olíunni og grillið í um 2 mínútur.

4Berið kjúklingabringurnar fram með ananas og skreytið með vorlauk.

Uppskrift frá grgs.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Þetta pasta salat er með því einfaldara sem hægt er að smella saman en á sama tíma algjört sælgæti og fullt af hollustu.

Kormakjúklingur

Heill kjúklingur í indverskri korma marineringu.

Tælenskur basilkjúklingur

Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi og gott að grípa í hann þegar manni langar í eitthvað gott en hefur ekki mikinn tíma.