Processed with VSCO with  preset
Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

  , , ,

júlí 1, 2019

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.

Hráefni

3/4 bolli lífrænt hlynsíróp frá Rapunzel

3/4 bolli þykki hlutinn af kókosmjólk sem sett hefur verið í kæli frá Rapunzel

6 msk Möndlu og kókossmjör með döðlum frá Rapunzel

1/4 tsk Bourbon vanilluduft frá Rapunzel

Kókosmjöl eftir þörfum frá Rapunzel

100g Kokosmilch súkkulaði frá Rapunzel -

Leiðbeiningar

1Búið til karamellu samkvæmt leiðbeiningum og kælið

2Blandið kókos út í karamelluna þar til blandan verður líkt og þykkt deig sem hægt væri að hnoða

3Setjið bökunarpappír í form sem þolir frysti og smyrjið kókosblöndunni jafnt yfir

4Bræðið súkkulaði og dreifið úr yfir botninn, skreytið með smá kókosmjöli, frystið og geymið í kæli

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

kaka-2-e1561451844468

Marengs Hringur

Marengs kaka með Milka súkkulaði og berjum.