Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

  , , ,   

júlí 1, 2019

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.

Hráefni

3/4 bolli lífrænt hlynsíróp frá Rapunzel

3/4 bolli þykki hlutinn af kókosmjólk sem sett hefur verið í kæli frá Rapunzel

6 msk Möndlu og kókossmjör með döðlum frá Rapunzel

1/4 tsk Bourbon vanilluduft frá Rapunzel

Kókosmjöl eftir þörfum frá Rapunzel

100g Kokosmilch súkkulaði frá Rapunzel -

Leiðbeiningar

1Búið til karamellu samkvæmt leiðbeiningum og kælið

2Blandið kókos út í karamelluna þar til blandan verður líkt og þykkt deig sem hægt væri að hnoða

3Setjið bökunarpappír í form sem þolir frysti og smyrjið kókosblöndunni jafnt yfir

4Bræðið súkkulaði og dreifið úr yfir botninn, skreytið með smá kókosmjöli, frystið og geymið í kæli

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu

Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir.

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.