Hátíðlegt waldorf salat sem passar með öllu

Hátíðlegt waldorf salat sem passar með öllu

Fyrir marga er algerlega ómissandi að hafa waldorf salat með jólamatnum. Þá skiptir ekki öllu hvort aðalrétturinn er hamborgarhryggur, kalkúnn eða hnetusteik. Stökk, fersk eplin ásamt selleríi, vínberjum og hnetum fara þó sérstaklega vel með þyngri steikum og bragðmiklum aðalréttum og þannig verður til einhver samsetning sem erfitt er að toppa.
Það er auðvitað ekki verra að það ótrúlega auðvelt að skella í salatið og það er snjallt að útbúa það daginn áður en á að bera það fram til að spara tíma. Við það verður það meira að segja enn betra!

Read more

Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauði

Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauði

Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós.
Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslensk útgáfa af smörrebröd. Það er auðvitað svo sígilt að skella því á milli tveggja nýrra samlokubrauðsneiða og það er alls ekki síðra. Hvernig sem þið viljið bera það fram get ég lofað því að salatið klikkar aldrei!

Read more

Grillaðar samlokur

Grillaðar samlokur

Hér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata, jalapeno ásamt cheddar-og havarti ost. Nammii! Ég kaupi nánast alltaf þessa sósu þegar við grillum hamborgara en hún er alveg jafn góð á svona djúsí samlokur. Mæli með að bera fram með óáfengum Corona bjór, hann er virkilega góður.

Read more

Taco ídýfa

Taco ídýfa

Kaldar rjómaostadýfur eru í miklu uppáhaldi. Það er því gaman að prófa eitthvað nýtt í slíkum efnum og hér kemur ein sem kláraðist upp til agna!
Þessi er matarmeiri en margar því hún er með hakki og svo fer magn af grænmeti og osti ofan á eftir smekk!

Read more