Þessar lundir eru undurgóðar og má nota bæði sem máltíð eða sem bita á smáréttahlaðborð. Það er auðvitað hægt að útbúa meðlæti eins og manni lystir en rjómaosturinn og beikonið gerir bitann að mínu mati fullkominn og snakkið var frábært með.

Þessar lundir eru undurgóðar og má nota bæði sem máltíð eða sem bita á smáréttahlaðborð. Það er auðvitað hægt að útbúa meðlæti eins og manni lystir en rjómaosturinn og beikonið gerir bitann að mínu mati fullkominn og snakkið var frábært með.
Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.
Kjúklingalæri í rjómalagaðri ítalskri sósu! Æðislegur réttur fyrir alla fjölskylduna sem er skemmtilegt að útbúa.
Hér er á ferðinni ekta vetrarmatur. Kartöflumús og brún sósa er eitthvað sem flestir elska og þessi réttur er dásamlega ljúffengur!
Einfaldur og fljótlegur kjúklingaréttur í einu fati sem er alltaf vinsælt.
Þessi réttur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að blanda saman kastaníusveppum, portobello- og klassískum sveppum gefur dásamlegt bragð.
Það er alltaf gaman að prófa nýtt meðlæti með grillmat og þetta makkarónusalat var algjör snilld! Hér er því komin mín útfærsla af makkarónusalati fyrir ykkur að njóta. Margir eru með sellerí í því líka eða annað grænmeti svo þið getið sannarlega leikið ykkur aðeins með innihaldið.
Bragðgóður og ljúfur grillréttur sem þið verðið að prófa í sumar. Grillaður tandoori kjúklingur borinn fram á heimagerðu naan brauði með cheddar- og rjómaosti, gúrku, tómötum, klettasalati og mangó chutney sósu. Þessi réttur leikur við bragðlaukana og frábær með ísköldu hvítvíni.
Ef þig langar að útbúa eitthvað ofurfljótlegt og gómsætt, þá er það þetta hér! Sweet bbq sósan frá Heinz smellpassar fyrir þessar pizzur!