Heslihnetumjólk með súkkulaðibragði

Heslihnetumjólk með súkkulaðibragði

Fyrir heslihnetu- og súkkulaðiunnendur þá er þessi mjólk the “real deal” og ég get sagt ykkur að ég vann mér inn þónokkur rokkstig hjá 7 ára stráknum mínum fyrir að vippa fram kakómjólk handa honum uppúr þurru. Mjólkin er með ríkulegt kakóbragð en heslihnetubragðið nær samt í gegn sem ég fíla. Við mælum með að prófa þessa hollu útgáfu af kakómjólk sem er laus við sykur og aukaefni og er þar að auki nærandi að saðsöm.

Mjólkin er góð ein og sér en líka góð sem grunnur í súkkulaðichiagraut, út í smoothie eða út í t.d. piparmyntute.

Read more

Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanillu

Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanillu

Ef þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minnir svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.

Read more

Hummus pasta með súrkáli og ólífum

Hummus pasta með súrkáli og ólífum

Hummus pasta er einn af okkar “go to” réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Hún verður mögulega oft fyrir valinu á mánudögum. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg brilliant að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á til að fá smá lit á diskinn, auka trefjar og “crunch”. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur….. þau eru bæði ólífusjúk.

Read more

Himnesk heimagerð möndlu croissant

Himnesk heimagerð möndlu croissant

Möndlucroissant er með því besta sem ég fæ. Þegar ég panta mér eitthvað með kaffinu í París verða slík croissant yfirleitt fyrst fyrir valinu. Hér á landi eru örfá bakarí sem bjóða upp á þau en það er ekki alltaf hægt að ganga að þeim vísum svo ég hef lengi ætlað mér að prófa að útbúa þau heima.
Þessi uppskrift er algerlega fullkomin en ég tók smá áhættu með því að bæta möndlu tonka smyrjunni frá Rapunzel í fyllinguna en almáttugur hvað það færði hornin upp á annað stig! Hornin sjálf keypti ég í Costco á fínu verði og því er alger lágmarks vinna á bakvið þennan bakstur. Ef þið eruð eitthvað lík mér þegar kemur að frönsku bakkelsi þá verðið þið að prófa þessi!

Read more

Bananamúffur með kanil, karamellu og pekanhnetum

Bananamúffur með kanil, karamellu og pekanhnetum

Á mínu heimili er allt bakkelsi sem inniheldur banana sívinsælt og klárast jafnan samstundis. Þessar múffur eru engin undantekning og kláruðust á augabragði. Kanillinn og pekanhneturnar gefa þeim aðeins haustlegan blæ og það er algjör lúxus að toppa þær síðan með karamellunni.
Ég nota kókosolíu í þær en það kemur bara örlítill kókoskeimur af henni sem mér finnst passa svo vel með bananabakstri. Og eins og með flest bakkelsi frystast þær mjög vel. Ég mæli þá með því að setja karamelluna ofan á þegar á að bera þær fram. Það er auðvitað hægt skipta hnetunum út fyrir aðra tegund en pekanhnetur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

Read more

Ofureinföld súkkulaðihorn með söxuðum heslihnetum dökku súkkulaði

Ofureinföld súkkulaðihorn með söxuðum heslihnetum dökku súkkulaði

Þessi horn eru ótrúlega gómsæt, einföld og vegan ‏þar að auki. Það eru einungis örfá hráefni sem ‏þarf einmitt ‏þannig að það sé gott að eiga þau til og skella í hornin ef gesti bera að garði. Nú eða ef þið vilja útbúa eitthvað sérlega gómsætt í brönsinn eða afmælisveisluna. Bionella súkkulaðismjörið frá Rapunzel hentar alveg fullkomlega í fyllinguna, með ‏því helst hún mjúk en lekur þó ekki úr hornunum við baksturinn.

Read more

Einfalt og fljótlegt möndlunutella

Einfalt og fljótlegt möndlunutella

Stundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það.

Ég elska ávexti en ég elska líka að poppa þá aðeins upp. Hér ákvað ég að skera niður ananas og taka fram kókosmöndlusmjörið sem ég var með við stofuhita og blanda smá kakó við það og sjá hvort úr yrði ekki eitthvað geggjað. Súkkulaðicravingið sem ég var með af hormónalegri orsök varð ekki fyrir vonbrigðum og það er alltaf skemmtilegra að uppfylla cravings á hollari máta.

Ananas varð fyrir valinu hjá mér fyrir þessa mynd en sósuna er hægt að nota eins og hverskonar súkkulaðismjör/nutella.

Read more

Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basiliku

Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basiliku

Við höldum áfram að vinna með fljótlega vegan rétti og þessi er algjörlega himneskur. Hráefnin eru hvorki mörg né flókin og það tekur enga stund fyrir þennan að verða tilbúinn.
Ég nota hérna smjörbaunir eða cannellini baunir í dós, sem ég sé því miður ekki oft á borðum en þær eru frekar hlutlausar á bragðið og henta því vel í allskyns pottrétti og taka í sig bragðið af kryddum og öðrum hráefnum. Þær eru mjög næringarríkar, innihalda mikið af trefjum, kalki, járni o.fl.
Með baununum í réttinum eru meðal annars ítölsk krydd, hvítlauk, svartar ólífur, næringarger og kókosmjólk. Samsetning sem er algerlega ómótstæðileg með nýbökuðu ciabatta eða súrdeigs brauði.

Read more