…. samfélagsmiðlarnir víbruðu yfir hinu víðsfræga gúrkusalati. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið eeeeeen hér erum við haha. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila með ykkur útgáfunni sem ég hef verið að vinna með. Það er nefninlega svo ferlega fljótlegt og það þarf ekki einu sinni að skola rifjárn eftir á því sósunni er bara sullað saman á 10 sek! Að vinna í samstarfi við fyrirtæki gengur oft útá að kynna vörur og þegar ég stóð mig að því að grípa alltaf í Organic Liquid vörurnar til að fá fram rétta bragðið þá datt mér í hug að það væri auðvitað brilliant leið að deila með ykkur uppskrift sem sýnir ykkur hvernig ég hef notað þær undanfarið.
