Pralín Panna Cotta með rjóma og ferskum hindberjum

Pralín Panna Cotta með rjóma og ferskum hindberjum

Þessi frábæra uppskrift er í senn fáránlega einföld, sparileg og að auki vegan. Það mun ekki nokkur sála átta sig á því hvað það tók stuttan tíma að gera þennan eftirrétt. Agar agar duftið er ótrúlega skemmtileg hráefni sem gaman er að leika sér með í stað matarlíms. Það þarf mjög lítið af því en ólíkt matarlími þarf það að sjóða með vökvanum í smá stund. Nirwana súkkulaðið frá Rapunzel er fullkomið í þennan rétt þar sem það er ljósara en margt vegan súkkulaði og fyllingin er algjörlega himnesk.

Read more

Hveitilaus fallin súkkulaðikaka með rakri miðju

Hveitilaus fallin súkkulaðikaka með rakri miðju

Ég elska svona fallnar kökur sem eru fallega ljótar, því oft eru þær einfaldlega bestar. Hér er ég með eina dásamlega góða köku sem er í senn einföld en afar ljúffeng, svona kaka kallast oft torte á ensku en þá er verið að vísa til fallinnar súkkulaðiköku. Yfirleitt viljum við ekki að kökurnar okkar falli eftir bakstur en í þessu tilfelli er það akkurat það sem við viljum. Ef ég ætti að líkja henni við einhverja sérstaka köku þá held ég að þessi sé mjög skyld franskri súkkulaðiköku, nema þessi er hveitilaus og eins og með þá frönsku er hún best með rjóma. Eins og ég sagði er kakan hveitilaus en í hana notaði ég möndlumjöl í stað hveitis sem gefur smá svona eins og marsípanáferð á hana, en samt bragðast hún ekki eins og marsípan. Kakan er best borin fram heit en hún er í senn stökk að utan og blaut og klístruð að innan eins og blanda af franskri súkkulaðiköku og kladdaköku. Í staðinn fyrir smjör notaði ég kókósmöndlusmjörið frá Rapunzel en það er í miklu uppáhaldi hjá mér enda ekki bara hollt heldur einnig mjög bragðgott. Ég mæli með að þú hendir í þessa köku en með henni bar ég fram Oatly þeyttan rjóma og toppaði svo allt heila klabbið með döðlusírópinu frá Rapunzel. Þetta var hin fullkomna þrenna!

Read more

Aspasbrauðréttur

Aspasbrauðréttur

Brauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan se getur verið einstaklega þægilegt í veisluundirbúningi eða til að eiga tilbúna eftir annríkan vinnudag. Fyllinguna er einnig hægt að setja inní tartalettur sem við gerum alltaf um jólin.

Read more

Vegan ostasalat

Vegan ostasalat

Ostasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína með mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.

Read more

Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur

Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur

Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk. Ég nota Oatly ikaffe mjólkina mikið í mjólkurlausan bakstur og nota hana einmitt hér. Ikaffe týpan er meira creamy og gerir allt extra gott. Það er alveg af og frá að hún sé eingöngu til þess að flóa í kaffi þó hún sé vissulega framúrskarandi í kaffið.

Prófið að skipta þessari venjulegu út fyrir Oatly ikaffe og þið eigið ekki eftir að finna neinn mun nema til hins betra!

Read more

Haustlegar bláberjaskonsur með ekta vanillu

Haustlegar bláberjaskonsur með ekta vanillu

Ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan og henta því vel þeim sem kjósa vegan lífsstíl sem og þeim sem hafa ofnæmi fyrir mjólkurvörum og eggjum.
Ég nota Oatly haframjólkina ásamt vegan smjöri og útkoman eru þvílíkt djúsí og góðar skonsur. Útkoman verður best ef smjörið er ískalt og mjólkin sömuleiðis. Þær eru góðar einar og sér eða með smá smjöri, með kaffi eða bara glasi af ískaldri Oatly haframjólk.

Read more

Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Hildur Ómars er hér með einfalt salat sem tekur þig til Mexíkó á núll einni! „Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.“

Read more