Jarðarberja chia grautur

Fullkominn og einfaldur morgunmatur sem er þægilegur að útbúa daginn áður og hafa tilbúinn um morguninn. Gott að taka þetta með út í daginn og borða þegar hentar. Algjört nammi og góð næring sem klikkar ekki.

Skoða nánar
 

Blúndur með súkkulaðikremi

Þessar blúndur eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!

Skoða nánar
 

Pizza með buffalo kjúklingi

Gríðarlega gómsæt og djúsí pizza með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí.

Skoða nánar