Gnocchi er oftar en ekki borið fram með smá sósu og parmesan osti, en það er líka gaman að breyta til og nota meira hráefni eins og í þessari uppskrift. Það er bæði hægt að bera þetta fram sem aðalrétt eða sem meðlæti (dugar þá fyrir 4-5) eins og kjöti eða fisk, virkar með flestu.
