Pizza er vinsæl hjá mörgum og alltaf er gaman að smakka nýjar samsetningar af góðri pizzu. Hér er ein mjög góð með rifinni önd, bökuðum tómötum og balsamikgljáa, sem að við mælum með að þið prófið með góðu rauðvínsglasi.

Pizza er vinsæl hjá mörgum og alltaf er gaman að smakka nýjar samsetningar af góðri pizzu. Hér er ein mjög góð með rifinni önd, bökuðum tómötum og balsamikgljáa, sem að við mælum með að þið prófið með góðu rauðvínsglasi.
Þessi desert er fullkominn fyrir alla sanna kaffiunnendur! Affogato er dásamlegur ítalskur eftirréttur og líklega með þeim allra auðveldustu. Affogato þýðir „drekkt“ enda er ísnum drekkt í vel sterkum espresso. Í þessari útgáfu sem er aðeins sparilegri en aðrar, er uppistaðan heimagerður ís þar sem ég nota niðursoðna mjólk en með henni verður ísinn silkimjúkur og mjög auðvelt er að skafa hann í kúlur. Í honum er einnig ljúffengt mjólkur- og krókant súkkulaði sem gerir hann algerlega ómótstæðilegan.
Punkturinn yfir i-ið er svo rjúkandi heitt espresso og heimagert ískex. Ég lagaði kaffið úr mínum allra uppáhalds baunum frá Rapunzel en það eru ekki margir sem vita af þessu kaffi sem mér finnst mikil synd!
Fyrir krakkana er kaffinu auðvitað sleppt en ísinn er ljúffengur eins og hann kemur fyrir en auðvitað er skemmtilegt að skella smá íssósu með og auka ískex!
Þessi pastaréttur er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er hann dásamlega bragðgóður, einfaldur og einstaklega fljótlegur. Smakkast eins og besti pastaréttur á veitingastað og fallegur að bera fram. Það er tilvalið að skella í þennan fyrir saumaklúbbinn eða bera fram á heimastefnumóti og njóta í góðum félagsskap.
Bragðið af sítrónunni er alveg passlegt og sómir sér ljómandi vel kryddunum og risarækjunum. Ég mæli eindregið með því að prófa þennan næst þegar ykkur langar að bera fram eitthvað gott og fallegt.
Við höldum áfram að vinna með fljótlega vegan rétti og þessi er algjörlega himneskur. Hráefnin eru hvorki mörg né flókin og það tekur enga stund fyrir þennan að verða tilbúinn.
Ég nota hérna smjörbaunir eða cannellini baunir í dós, sem ég sé því miður ekki oft á borðum en þær eru frekar hlutlausar á bragðið og henta því vel í allskyns pottrétti og taka í sig bragðið af kryddum og öðrum hráefnum. Þær eru mjög næringarríkar, innihalda mikið af trefjum, kalki, járni o.fl.
Með baununum í réttinum eru meðal annars ítölsk krydd, hvítlauk, svartar ólífur, næringarger og kókosmjólk. Samsetning sem er algerlega ómótstæðileg með nýbökuðu ciabatta eða súrdeigs brauði.
Kalt pasta hentar ofurvel í nesti fyrir ýmis tilefni, í útileguna eða bara sem máltíð heima fyrir! Þetta hér er einfalt og ljúffengt og ég mæli með að þið prófið!
Áttu von á gestum og veist ekki hvað þú átt að bera á borð? Þessi miðjarðarhafsútgáfa af japanskri hefð á eftir að vekja athygli. „Tataki“ er hefðbundin japönsk eldunaraðferð þar sem kjötsneiðar eru kryddaðar í bragðmikilli marineringu áður en þær eru steiktar við háan hita. Útkoman er ljúffengt karamelíserað yfirborð með safaríkri og létteldaðri miðju.
Linsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.
Ljúffeng upplifun sem auðvelt er að búa til sjálfur.
Klassískt lasagna er alltaf gott og þessi uppskrift er extra djúsí með alfredo sósu og ricotta osti.