Einfalt og fljótlegt möndlunutella

Einfalt og fljótlegt möndlunutella

Stundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það.

Ég elska ávexti en ég elska líka að poppa þá aðeins upp. Hér ákvað ég að skera niður ananas og taka fram kókosmöndlusmjörið sem ég var með við stofuhita og blanda smá kakó við það og sjá hvort úr yrði ekki eitthvað geggjað. Súkkulaðicravingið sem ég var með af hormónalegri orsök varð ekki fyrir vonbrigðum og það er alltaf skemmtilegra að uppfylla cravings á hollari máta.

Ananas varð fyrir valinu hjá mér fyrir þessa mynd en sósuna er hægt að nota eins og hverskonar súkkulaðismjör/nutella.

Read more

Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basiliku

Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basiliku

Við höldum áfram að vinna með fljótlega vegan rétti og þessi er algjörlega himneskur. Hráefnin eru hvorki mörg né flókin og það tekur enga stund fyrir þennan að verða tilbúinn.
Ég nota hérna smjörbaunir eða cannellini baunir í dós, sem ég sé því miður ekki oft á borðum en þær eru frekar hlutlausar á bragðið og henta því vel í allskyns pottrétti og taka í sig bragðið af kryddum og öðrum hráefnum. Þær eru mjög næringarríkar, innihalda mikið af trefjum, kalki, járni o.fl.
Með baununum í réttinum eru meðal annars ítölsk krydd, hvítlauk, svartar ólífur, næringarger og kókosmjólk. Samsetning sem er algerlega ómótstæðileg með nýbökuðu ciabatta eða súrdeigs brauði.

Read more

Red velvet smoothie

Red velvet smoothie

Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.

Read more

Indverskur sætkartöflu- og blómkáls baunapottréttur með hýðishrísgrjónum – vegan

Indverskur sætkartöflu- og blómkáls baunapottréttur með hýðishrísgrjónum – vegan

Það er bara komið að því, haustið handan við hornið, skólarnir að byrja og rútínan að taka við. Einhverjir dusta rykið af löngu gleymdum áramótaheitum og vetrarmaturinn fer hægt og rólega að taka yfir létt salöt og grillrétti.

Pottréttir eins og þessi eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ekki bara af því að hann er ótrúlega bragðgóður og eldar sig næstum sjálfur, heldur er þetta alveg ótrúlega ódýr réttur, næringarríkur og passar akkúrat inn í kjötlausu dagana þar sem hann er vegan. Ég tók reyndar saman hvað innihaldsefnin gætu kostað og í allan réttinn gæti það verið um 1500 krónur og þá er ennþá afgangur af nokkrum innihaldsefnum. Mér reiknast til að skammtarnir séu um 8 og er þetta því líklega með hagkvæmustu kostum sem hægt er að bjóða upp á í kvöldmat. Að auki frystist hann mjög vel og upplagt að setja afganga í frysti og taka síðar með í nesti.

Read more