Sous vide ungnautafille með djúpsteiktu kartöflusmælki

Sous vide ungnautafille með djúpsteiktu kartöflusmælki, hvítlaukssósu og vatnsmelónusalati. 

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 500 g ungnautafille
 400 g kartöflusmælki
 4 stk hvítlauksrif
 30 g klettasalat
 300 g vatnsmelóna
 1 stk lítill rauðlaukur
 50 g salatostur
 45 ml Heinz majónes
 45 ml sýrður rjómi 10%
 5 ml sítrónusafi
 5 g steinselja

Leiðbeiningar

1

Stillið sous vide tækið á 55 °C fyrir medium rare eldun. Kryddið kjötið rausnarlega með salti. Setjið kjötið í poka sem hægt er að lofttæma ásamt 3 hvítlauksrifjum. Lofttæmið pokann vel og setjið í vatnsbað í 2 klst

2

Setjið kartöflurnar í pott og hyljið með vatni. Saltið vatnið rausnarlega og náið upp suðu. Sjóðið kartöflurnar í um 15 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn og hnífur rennur auðveldlega í gegnum þær.

3

     Hellið vatninu frá kartöflunum og leyfið þeim að gufa í um 5 mín. Kremjið kartöflurnar varlega svo þær springi en losni ekki í sundur.

4

   Pressið hvítlauk og blandið saman við majónes, sítrónusafa og sýrðan rjóma. Saxið steinselju og hrærið saman við sósuna ásamt rausnarlegu magni af svörtum pipar og salti eftir smekk.

5

 Sneiðið rauðlauk og skerið vatnsmelónu í bita. Setjið klettasalat, rauðlauk og melónu í skál ásamt salatosti og svolitlu af olíunni frá ostinum. Blandið vel saman.

6

Hitið um 700-800 ml af hitaþolinni olíu (t.d. sólblómaolíu) í potti upp í 180°C (notist við hitamæli fyrir sem nákvæmast hitastig og farið varlega í kringum heita olíuna). Tímasetjið ykkur svo þið byrjið að djúpsteikja kartöflurnar rétt áður en kjötið kemur úr Sous vide baðinu.

7

 Djúpsteikið kartöflurnar í 3-4 mín eða þar til þær eru fallega gylltar. Færið kartöflurnar á disk með eldhúspappír og saltið um leið og þær eru tilbúnar.

8

 Hitið pönnu (stálpönnu helst) við mjög háan hita og kveikið á viftunni við eldavélina. Þegar pannan er orðin sjóðheit, bætið þá góðri skvettu af hitaþolinni olíu (t.d. avocado olíu) og smjörklípu út á pönnuna. Setjið kjötið á pönnuna og brúnið í um 30 sek á öllum hliðum eða þar til kjötið er fallega brúnað. Leyfið kjötinu að hvíla í 5 mín áður en það er skorið í þunnar sneiðar og borið fram

 


MatreiðslaInniheldur
SharePostSave

Hráefni

 500 g ungnautafille
 400 g kartöflusmælki
 4 stk hvítlauksrif
 30 g klettasalat
 300 g vatnsmelóna
 1 stk lítill rauðlaukur
 50 g salatostur
 45 ml Heinz majónes
 45 ml sýrður rjómi 10%
 5 ml sítrónusafi
 5 g steinselja
Sous vide ungnautafille með djúpsteiktu kartöflusmælki

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…