Print Options:

Sous vide ungnautafille með djúpsteiktu kartöflusmælki

Magn1 skammtur

Sous vide ungnautafille með djúpsteiktu kartöflusmælki, hvítlaukssósu og vatnsmelónusalati. 

 500 g ungnautafille
 400 g kartöflusmælki
 4 stk hvítlauksrif
 30 g klettasalat
 300 g vatnsmelóna
 1 stk lítill rauðlaukur
 50 g salatostur
 45 ml Heinz majónes
 45 ml sýrður rjómi 10%
 5 ml sítrónusafi
 5 g steinselja
1

Stillið sous vide tækið á 55 °C fyrir medium rare eldun. Kryddið kjötið rausnarlega með salti. Setjið kjötið í poka sem hægt er að lofttæma ásamt 3 hvítlauksrifjum. Lofttæmið pokann vel og setjið í vatnsbað í 2 klst

2

Setjið kartöflurnar í pott og hyljið með vatni. Saltið vatnið rausnarlega og náið upp suðu. Sjóðið kartöflurnar í um 15 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn og hnífur rennur auðveldlega í gegnum þær.

3

     Hellið vatninu frá kartöflunum og leyfið þeim að gufa í um 5 mín. Kremjið kartöflurnar varlega svo þær springi en losni ekki í sundur.

4

   Pressið hvítlauk og blandið saman við majónes, sítrónusafa og sýrðan rjóma. Saxið steinselju og hrærið saman við sósuna ásamt rausnarlegu magni af svörtum pipar og salti eftir smekk.

5

 Sneiðið rauðlauk og skerið vatnsmelónu í bita. Setjið klettasalat, rauðlauk og melónu í skál ásamt salatosti og svolitlu af olíunni frá ostinum. Blandið vel saman.

6

Hitið um 700-800 ml af hitaþolinni olíu (t.d. sólblómaolíu) í potti upp í 180°C (notist við hitamæli fyrir sem nákvæmast hitastig og farið varlega í kringum heita olíuna). Tímasetjið ykkur svo þið byrjið að djúpsteikja kartöflurnar rétt áður en kjötið kemur úr Sous vide baðinu.

7

 Djúpsteikið kartöflurnar í 3-4 mín eða þar til þær eru fallega gylltar. Færið kartöflurnar á disk með eldhúspappír og saltið um leið og þær eru tilbúnar.

8

 Hitið pönnu (stálpönnu helst) við mjög háan hita og kveikið á viftunni við eldavélina. Þegar pannan er orðin sjóðheit, bætið þá góðri skvettu af hitaþolinni olíu (t.d. avocado olíu) og smjörklípu út á pönnuna. Setjið kjötið á pönnuna og brúnið í um 30 sek á öllum hliðum eða þar til kjötið er fallega brúnað. Leyfið kjötinu að hvíla í 5 mín áður en það er skorið í þunnar sneiðar og borið fram

 

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size