
Uppskrift
Hráefni
700 g Rose Poultry kjúklingalundir (1 poki)
1 stk laukur
4 stk hvítlauksrif
10 stk ferskur aspas
200 g orzo pasta
500 ml kjúklingasoð t.d frá Oscar
2 stk hungans dijon sinnep
200 ml rjómi
100 g Parmareggio parmesanostur
1 stk lúka af spínati
2 stk sítrónur
salt, pipar og hvítlauksduft
ólífuolía til steikingar
Leiðbeiningar
1
Steikið lundirnar upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk og leggið síðan til hliðar.
2
Bætið ólífuolíu á pönnuna og steikið saxaðan lauk, niðurskorinn aspas og rifin hvítlauksrif þar til það mýkist.
3
Steikið pastað næst með á pönnunni stutta stund og bætið síðan kjúklingasoði og sinnepi saman við og leyfið að malla í nokkrar mínútur þar til pastað fer að mýkjast.
4
Bætið þá rjóma, rifnum parmesanosti og spínati saman við og hrærið þar til kekkjalaust.
5
Rífið börkinn af annarri sítrónunni og blandið saman við ásamt safanum úr henni. Skerið hina niður í sneiðar og bætið á pönnuna.
6
Að lokum má kjúklingurinn fara aftur saman við og hitið aðeins saman, kryddið frekar ef ykkur finnst þess þurfa.
Berglind Hreiðars
MatreiðslaKjúklingaréttir
Hráefni
700 g Rose Poultry kjúklingalundir (1 poki)
1 stk laukur
4 stk hvítlauksrif
10 stk ferskur aspas
200 g orzo pasta
500 ml kjúklingasoð t.d frá Oscar
2 stk hungans dijon sinnep
200 ml rjómi
100 g Parmareggio parmesanostur
1 stk lúka af spínati
2 stk sítrónur
salt, pipar og hvítlauksduft
ólífuolía til steikingar