Steikið lundirnar upp úr ólífuolíu, kryddið eftir smekk og leggið síðan til hliðar.
Bætið ólífuolíu á pönnuna og steikið saxaðan lauk, niðurskorinn aspas og rifin hvítlauksrif þar til það mýkist.
Steikið pastað næst með á pönnunni stutta stund og bætið síðan kjúklingasoði og sinnepi saman við og leyfið að malla í nokkrar mínútur þar til pastað fer að mýkjast.
Bætið þá rjóma, rifnum parmesanosti og spínati saman við og hrærið þar til kekkjalaust.
Rífið börkinn af annarri sítrónunni og blandið saman við ásamt safanum úr henni. Skerið hina niður í sneiðar og bætið á pönnuna.
Að lokum má kjúklingurinn fara aftur saman við og hitið aðeins saman, kryddið frekar ef ykkur finnst þess þurfa.
5 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
5