Hafið þið prófað að nota múslí í bakstur? Þessi epla og bananakaka er ótrúlega bragðgóð, stútfull af góðri næringu og trefjum, inniheldur lítinn viðbættan sykur og er þar að auki vegan. Ég notaði Rapunzel múslí bæði í kökuna og stökkan toppinn og það heppnaðist virkilega vel. Hún helst lengi mjúk og er best með góðu kaffi!

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 160°C blástur. Smyrjið ílangt form í minni kantinum og klæðið með bökunarpappír.
Setjið banana og epli í matvinnsluvél og vinnið vel saman þar til það er orðið að mauki.
Bætið hrásykri, haframjólk, kókosolíu og vanilludropum saman við og vinnið vel saman.
Hellið þá múslíi, hveiti, kanil, lyftidufti, matarsóda og salti út í matvinnsluvélina og vinnið rólega saman þar til allt er orðið að samfelldu deigi. Skafið deigið í formið og sléttið úr.
Útbúið múslítoppinn með því að blanda öllu saman í skál. Kreistið aðeins saman og dreifið jafnt yfir deigið.
Bakið í ofninum í 50 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.