Print Options:

Epla & bananakaka með stökkum múslítoppi

Magn1 skammtur

Hafið þið prófað að nota múslí í bakstur? Þessi epla og bananakaka er ótrúlega bragðgóð, stútfull af góðri næringu og trefjum, inniheldur lítinn viðbættan sykur og er þar að auki vegan. Ég notaði Rapunzel múslí bæði í kökuna og stökkan toppinn og það heppnaðist virkilega vel. Hún helst lengi mjúk og er best með góðu kaffi!

Epla- & bananakakan
 1 stk stór þroskaður banani – um 120g
 1,50 stk epli – samtals 240g
 70 g rapadura hrásykur frá Rapunzel
 120 ml Oatly iKaffe haframjólk
 50 g kókosolía frá Rapunzel, brædd
 1 tsk vanilludropar
 180 g ávaxtamúslí frá Rapunzel
 120 g hveiti
 2 tsk kanill
 2 tsk lyftiduft
 0,50 tsk matarsódi
 0,25 tsk salt
 120 g ávaxtamúslí frá Rapunzel
 30 g möndlumjöl
 35 g rapadura hrásykur
 50 g kókosolía, mjúk en ekki brædd
 1 tsk kanill
 Nokkur saltkorn
1

Hitið ofninn í 160°C blástur. Smyrjið ílangt form í minni kantinum og klæðið með bökunarpappír.

2

Setjið banana og epli í matvinnsluvél og vinnið vel saman þar til það er orðið að mauki. 

3

Bætið hrásykri, haframjólk, kókosolíu og vanilludropum saman við og vinnið vel saman.

4

Hellið þá múslíi, hveiti, kanil, lyftidufti, matarsóda og salti út í matvinnsluvélina og vinnið rólega saman þar til allt er orðið að samfelldu deigi. Skafið deigið í formið og sléttið úr.

5

Útbúið múslítoppinn með því að blanda öllu saman í skál. Kreistið aðeins saman og dreifið jafnt yfir deigið.

6

Bakið í ofninum í 50 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út. 

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size